HÖFUÐSKÁLD AUSTFIRÐINGA

09 ágú 2008 – 26 ágú 2008

VESTURVEGGURINN/ THE WESTWALL

SJÓNHEYRN
– sýningaröð á Vesturvegg Skaftfells sumarið 2008

Fjórða sýning Sjónheyrnar verður opnuð á laugardaginn, þann 9. ágúst kl.17.00 en það eru Berglind María Tómasdóttir og Birta Guðjónsdóttir sem sýna.

Á sýningunni “Höfuðtónskáld Austfirðinga” leggja Birta Guðjónsdóttir og Berglind María Tómasdóttir út af sameiginlegri hrifningu sinni á tónsmíðum, ferli og sögu Inga T. Lárussonar tónskálds, sem jafnan er vísað til sem höfuðtónskálds Austfjarða en hann fæddist á Seyðisfirði árið 1892 og bjó á Austurlandi til dánardags árið 1946. Tónsmíðar Inga T. við ljóð ýmissa af helstu skáldum þjóðarinnar hafa búið með þjóðinni en þekktust laga hans eru við ljóðin Ég bið að heilsa, Hríslan og lækurinn og Ó blessuð vertu sumarsól, en það sígilda sönglag hefur Birta Guðjónsdóttir unnið með í vídeó-hljóðverki á sýningunni, í samstarfi við Jempie Vermeulen, blindan, belgískan götutónlistarmann. Hljóðverk Berglindar Maríu á sýningunni samanstendur af tónlist Inga T. Lárussonar og viðtölum við Austfirðinga af eldri kynslóðinni.

Sýningastjórar á Vesturveggnum sumarið 2008 eru Ingólfur Örn Arnarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *