“Soirée” – Listrænn eftirmiðdagur í Norðfirði

Ásdís Sif Gunnarsdóttir & Ragnar Kjartansson ásamt gestum

Rauða torgið 25. júní @16:00 – 18:00

Listrænn eftirmiðdagur í Norðfirði, “Soirée” Skemmtidagskrá með tónlist, söng og gjörningum

Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ragnar Kjartansson fagna sumarsólstöðum á Norðfirði með því að búa til stemningu sem hæfir birtunni. Þau munu lesa upp ljóð, syngja og spila videoverk á þessari stórmerku árstíð.  Þarna verða líka óvæntir gestir/aðrir listamenn sem að munu láta ljós sitt skína.

Listrænar samkomur sem þessar eiga rætur sínar að rekja til Parísar þar sem að listamenn komu saman og sýndu hvor öðrum sín listaverk, drukku rauðvín, borðuðu súkkulaði og grétu yfir fallegum lögum.  Það er mikilvægt fyrir listamenn og listunnendur að koma saman í vinalegu umhverfi og fleyta listasögunni áfram.

asdissifgunnarsdottir.com

ragnarkjartansson.com

Uppákoman er hluti af Vertíð – uppákomuröð sumarsins 2011

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *