Það eru þeir sem skapa okkur

Bókasafn Skaftfells / Vesturveggur, 18. apríl 2011

Það eru þeir sem skapa okkur/They are the Ones that Make Us er hljóðverk sem byggist á þrem smásögum sem listamaðurinn hefur samið á meðan á dvöl hennar hefur staðið í gestavinnustofu Skaftfells.

“Því var fleygt að morgunn einn, svo snemma dags að öldurnar voru stilltar og vatnið líktist mjólk, hefði árabátur hljóðlega borist að ströndu bæjar eins. Honum skolaði upp í fjöruna þar sem hann stöðvaðist á svörtum sandinum. Í bátnum sat gríðarstórt svín með gróft, ferskjulitað hár, allt þakið í húðflúri.”

Henriikka Härkönen er finnskur listamaður sem fæst við textagerð, gerninga og innsetningar. Henriikka nam við Listaháskólann í Helsinki, Finnlandi og við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam, Hollandi. Síðustu ár hefur Henriikka sýnt verk sín víða, jafnt á einkasýningum sem og á fjölmörgum samsýningum í Finnlandi og Hollandi.