Skaftfell kynnir sýningu á nýjum verkum eftir Pétur Kristjánsson á Vesturveggi Skaftfells bistro.
Sem opnar samhliða List í ljósi, 14. febrúar kl. 18.00
Myndirnar hér, níu talsins, eru allar af sama „hlutnum“ séð frá mismunandi sjónarhornum. Hreyfimyndin á skjánum er einnig af þessum sama hlut. Þegar við sjáum fyrirbæri úr fleirum sjónahornum er boðið upp á að endurhugsa viðhorf til hluta og aðstæðna!
Pétur þakkar Skaftfelli fyrir að bjóða sér og aðstoða sig við að sýna hér þessi verk.
Pétur Kristjánsson (f. 1952) Lauk Búfræðiprófi frá Hólum í Hjaltadal, las þjóðfræði og lauk fil.kand. prófí við Háskólann í Lundi, Svíþjóð. Hann er sjálfmenntaður í myndlist, en starfaði með/hjá Dieter Roth á árunum 1991-1998 og var jafnframt forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands á árunum 1986-2019. Pétur er prófessor og stofnmeðlimur í Dieter Roth Akademíunni. Hann hefur sýnt reglulega hér á landi og í Evrópu frá 1991.
moon.is. / @peturponk