Again the Sunset – Inga Huld Hákonardóttir og Yann Leguay

Herðubreið bíosal, 6. júní 2022, kl. 20:00

Verið velkomin á þennan einstaka gjörning/tónleika, sem Skaftfell stendur fyrir í Herðubreið 6. júní. Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík og er á ferð um Austurland dagana 5.-7. júní. Frítt inn.

Við þökkum menningar- og félagsheimili Herðubreið kærlega fyrir stuðninginn.

Af heimasíðu listahátíðarinnar:

„Again the Sunset er upplifun sem dansar á mörkum þess að vera tónleikar og gjörningur; andsetinn ástarsöngur sem ferðast um röddina og inn í líkamann, inn í hið hráa og frumstæða, líkt og vera sem tjáir sig án þess að eiga sér áskapað form.

Tvær mannverur birtast okkur. Þær vinna til þess að halda áfram og halda áfram til þess að vinna, þær færa það sem þarf að færa og syngja það sem þarf að syngja um svikula steina, vafasöm ský og vonlausar sögur af ástinni. Orðin hnita hringi líkt og hugsanir sem sækja á þær; kraftar náttúrunnar mæta nálgun sem hverfist um hið skúlptúríska og hjóðræna.

Inga Huld Hákonardóttir er einn framsæknasti danshöfundur landsins og hefur unnið víða á hinni alþjóðlegu dans- og gjörningasenu. Yann Leguay er hljóðlistamaður sem reynir á þanþol listformsins og hefur tekið þátt í sýningum og hátíðum í ýmsum löndum. Í sýningunni sameinar þetta listafólk krafta sína til að skapa hljóð- og sjónrænt hugsanaflæði á andvökunótt.“

Athugið að á Austurlandi er Again the Sunset flutt í tónleikaútgáfu.

Danshöfundur, Listrænn stjórnandi: Inga Huld Hákonardóttir
Hljóðmynd: Yann Leguay
Sviðsmynd: Inga Hákonardóttir, Yann Leguay
Ljós: Gregory Rivoux
Listræn ráðgjöf: Gaëtan Rusquet
Framleiðsla: Kunstenwerkplaz Pianofabriek og Kosmonaut Production
Ljósmyndir: Stanislav Dobak

Mynd: Listahátíð í Reykjavík

 

 

 

 

Um listamennina:

Inga Huld Hákonardóttir‘s work is rooted in performance. She has worked as a choreographer, musician/singer/performer, and as conductor of a contemporary music ensemble. As performer, she worked with choreographer Eleanor Bauer and composer Chris Peck in their Sci-fi musical MEYOUCYCLE. She danced and toured with choreographer Salva Sanchis and performed with the contemporary music ensembles ICTUS. Inga has also made choreographic works in collaboration with other choreographers generally seeking the friction between the symbolic and the sensorial. “Again The Sunset” is a mixed media collaboration with artist Yann Leguay.

Brussels based artist Yann Leguay focuses on the notions of dematerialization, the use of interfaces and everything about the materiality of memory. In his sound practice he has been defined as a “media saboteur” by the Consumer Waste label, seeking to fold the sound materiality in on itself using basic means in the form of objects, videos and performances. He has presented his work in many places and festivals all around Europe and further. Since 2007, he’s also producing installations, sculptures and editions that integrate a critical approach to the meaning of the technological evolution. In concerts he pushes the boundaries of accepted norms of audio behaviour, using uncommon machineries for the playback of audio media. His Phonotopy label proposes a conceptual approach to recording media and he curates the DRIFT series on the Artkillart label. He is also involved in different collective projects as sound and music curator, and participates in graphic designs for books and revues.