Alessa Brossmer – Glow In The Dark

Þýska listakonan Alessa Brossmer er gestalistakona Skaftfells í apríl og maí. Þriðjudaginn 16. apríl kl. 21:00-23:00 opnar hún húsið og vinnustofu sín, í Nielsenhús (Hafnargata 14). Verkið GlowInTheDark verður til sýnis og eru allir velkomnir. Í boði verða heitir drykkir til að bræða burt veturinn og samtöl. 

Verkið GlowInTheDark verður sýnt í húsi sem var einu sinni í eigu sjómanns. Í stofunni má finna skínandi lífljóma (e. bioluminescence) sem er náttúrulegt fyrirbæri þar sem örverur og þörungar gefa frá sér ljós í myrkri. Þessar agnarsmáu lífverur kunna best að meta hornin í rýminu hvort sem það er uppi við loft eða niður við gólf. Í myrkri sýnist herbergið snúa á hvolf – það sem er venjulega augsýnilegt í dagsbirtu er núna þakið skuggum. Vegna lífljómans getum við enn séð móta fyrir lagi herbergisins.

Alessa Brossmer (f. 1988 í Þýskalandi) einblínir á margs konar miðla og vinnur á mörkum arkitektúrs og rannsóknarvinnu. Hún notar ljósmyndir til að safna upplýsingum fyrir þvívíð verk sem fela í sér afsteypumót, líkön og výnil. Alessa nam við skúlptúrdeild í University of Art and Design Halle og hagnýta menningarmiðlun við Merseburg University of Applied Sciences. Hún hefur sýnt verk sín í Þýskalandi og Austurríki t.d. í Bauhaus Dessau og Künstlerhaus Palais Thurn und Taxis í Bregenz.