október 15, 2025
OPEN CALL: Slóð – Skaftfell x Ströndin Walking Residency
Skoða nánar
Á haustdögum tóku nemendur á miðstigi í öllum grunnskólum Austurlands þátt í listsmiðjunni Landslag og hljóðmyndir á vegum Skaftfells undir handleiðslu Guðrúnar Benónýsdóttur og Guðnýjar Rúnarsdóttur. Alls tóku 224 nemendur þátt í verkefninu og ferðuðust þau víðs vegar af Austurlandi til Seyðisfjarðar en smiðjan fór bæði fram í Skaftfelli og Tvísöng.
Markmið smiðjunnar var að nemendur lærðu um hljóð og hljóðmyndir í gegnum samtal, fyrirlestur, leik og bókverkagerð. Kannað var hvernig hægt væri að ímynda sér hljóð sem mynd og samband hljóðmynda við náttúruna og nærumhverfi okkar.