Bistróið aftur búið að opna

Skaftfell Bistró er búið að opna aftur og opnar héðan í frá daglega kl. 15:00, eldhúsið lokar kl. 21:00.

Í Bistróinu er boðið uppá ilmandi kaffi, tertur og sætindi, seðjandi mat, pizzur, öl, vín og aðrar veigar. Skaftfell er aðsetur Dieter Roth Akademíunnar á Íslandi og er veitingastofan innréttuð í anda meistara Dieter Roth. Þar er hægt að skoða bókverk hans og annara bókverka og listaverkbóka í bókasafninu. Hægt er að lesa nánar um hugmyndafræði og tilurð Bistrósins hér.

 Ljósm: Paula Prats