Ritsmiðja – Skapandi skrif #2

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að endurtaka ritsmiðjuna Skapandi skrif undir handleiðslu Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo, rithöfund, blaðamann og ritstjóra, en smiðjan er haldin í samstarfi við Skaftfell.  

Nanna hefur rekið Útvarp Seyðisfjörður síðan 2016 og hefur nýlega tekið við sem forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar. Í ritsmiðjunni, sem er ætluð 18 ára og eldri, mun Nanna bjóða upp á tilraunakenndan og ljóðrænan leiðangur um tungumálið.

Umgjörð smiðjunnar: Á sex vikna tímabili munu þátttakendur hittast einu sinni í viku og kafa ofan í undirdjúp skapandi skrifa. Í hverri kennslustund verður einblínt á sérstakt þema eða viðfangsefni til að rannsaka innan textamiðilsins, þjálfa mismunandi tækni við flæðiskrif, takmörkuð skrif, persónusköpun og fleira. Smiðjan fer fram á ensku en þátttakendum er velkomið að skrifa á sínu móðurmáli. Reynsluboltum sem og byrjendum er velkomið að taka þátt.

Aldur: 18+

Tímasetning: 29. janúar – 5. mars 2019, þriðjudaga kl. 19:30 – 21:00

Alls klukkustundir: 9

Hámarksfjöldi þáttakenda: 8

Staðsetning: Bókasafn Seyðisfjarðar

Nauðsynjar: stílabók, penni & tölva (æskileg en ekki nauðsynleg)

Smiðjugjald: 1000 kr. fyrir hverja kennslustund / 5000 kr. fyrir allt tímabilið

Síðasti dagur skráningar: Föstudagurinn 25. janúar 2019.

Nánari upplýsingar og skráning: [email protected] eða [email protected]