Dæja Hansdóttir á Vesturvegg

28. janúar – 30. mars 2022 á Vesturvegg, Skaftfell Bistró

Opnunartími: Mán/fim/fös 12:00-14:00 og 17:00-22:00; þri/mið 12:00-22:00; lau/sun 17:00-22:00

Dæja Hansdóttir (f. 1991 Reykjavík) býr og starfar á Seyðisfirði en fæddist í Bandaríkjunum og var alin upp af innflytjendum frá Íslandi og Hondúras. Dæja laðast að fagurfræði formfastra almenningsrýma sem búa yfir tímabundnum, efnislegum eiginleikum sem hún telur að bjóði upp á að opinbera tilfinningalegar æfingar og geri okkur kleift að brjótast gegn þeim hlutverkum sem við höfum tileinkað okkur bæði á bakvið tjöldin og opinberlega. Meginmiðill Dæju við listsköpun sína er ljósmyndun, en hryllingurinn sem felst í myndsköpuninni holdgervist í höndum áhorfandans. Myndir og minningar hrærast saman í hluti eða gjörninga sem eru andsetnir af vélrænum skorðum miðilsins. Verk hennar kanna einnig afleiðingar vélræns, karllægs sjónmáls (e. male gaze) í þessum tímabundnu og efnislegu rýmum, sögu ljósmyndunar og frásagnarmáta landslagsins.

Dæja starfar sem dagskrárstjóri Herðubíós á Seyðisfirði þar sem hún sækir m.a. innblástur sinn fyrir ljósmyndaverk sín.