Dieter Roth Húsin á Seyðisfirði, vetur 1988 – sumar 1995

17.06 – 01.09.2019
Angró, Hafnargata, Seyðisfjörður

Svissneski listamaðurinn Dieter Roth (1930-1998) á sér langa sögu á Seyðisfirði, enda bjó hann tíðum og vann í bænum mörg síðustu æviár sín.
Sýningin nú er enduruppsetning á verkinu Húsin a Seyðisfirði vetur 1988 – sumar 1995 í bryggjuhúsinu Angró þar sem verkið var upphaflega sýnt árið 1995. Verkið samanstendur af rúmlega 800 skyggnumyndum sem sýna hvert hús á Seyðisfirði fyrir sig; annars vegar um veturinn 1988 og hins vegar um sumarið 1995. Björn Roth og Eggert Einarsson aðstoðuðu Dieter við gerð verksins. Dieter Roth og Björn Roth færðu síðan bæjarbúum Seyðisfjarðar verkið til eignar og er það varðveitt á Tækniminjasafni Austurlands.

Tækniminjasafn Austurlands og Skaftfell -miðstöð myndlistar á Austurlandi höfðu samstarf um þessa sýningu.