Dúett – Sonnettusveigur

Bókin Dúett kom út fyrir tæpu ári og er samstarfsverkefni hjónanna Lóu, Ólafar Bjarkar Bragadóttur, og Sigurðar Ingólfssonar. Hún málar myndirnar og hann yrkir ljóðin. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og málaðar á árunum 2007-2008. Sonnettusveigurinn var fimmtán ár í smíðum. Sýningin hefur verið sett upp á nokkrum stöðum, á Egilsstöðum og á jafnréttisráðstefnu á Suðurnesjum og á Akureyri.