Home » 2010

Færi

15.07.10 – 10.08.10
Vesturveggurinn

Á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells sýna Kristín Rúnarsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir.
Kristín og Þorgerður eru gestalistamenn í Skaftfelli í júlí mánuði.
Þær hafa báðar unnið að margvíslegum verkefnum hér heima og á Norðurlöndunum undanfarið ár, m.a. í tengslum við gallerí Crymo í Reykjavík.
Vikurnar á undan dvöldu þær á Stöðvarfirði þar sem þær settu upp listahátíðina ÆRING ásamt öðrum ungum myndlistarmönnum frá Reykjavík, Brussel og Malmö.
Þær stöllur útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009.