Fosshús – opin vinnustofa

Tónskáldið og listamaðurinn Nathan Hall, frá Bandaríkjunum, býður upp á opna vinnustofu í Brekku (Austurvegi 44b) föstudaginn 23. nóvember kl. 17:00-19:00. Nathan mun umbreyta húsinu í innsetningu sem hann nefnir FOSSHÚS. Á öllum hæðunum þremur mun hann koma fyrir hljóð- og sjónrænum innsetningum sem fela í sér neðansjávar upptökur, myndrænar nótur, vatnslitamyndir og video gjörninga. Öll verkin voru unnin á meðan á dvöl listamannsins stóð í gestavinnustofu Skaftfells og innblásturinn fékk hann frá Dvergasteini, Búðarárfossi, Steinasafni Petru og nýlegu andláti ömmu hans.

Tiltölulega dimmt verður í húsinu og til varúðar og til að hljóðinnsetningarnar nái örugglega til eyrna áheyrenda verður aðeins fáeinum hleypt inn í einu. Tekið verður á móti gestum og þeim leiðbeint í gegnum rýmið. Eftir túrinn um FOSSHÚS býður listamaðurinn gestum velkomna í Bistró Skaftfells í lítið móttökuboð.

Nathan Hall. Graphic score, 2018.
Nathan Hall. Graphic score, 2018.

Nathan Hall uses music as an artistic medium to explore a variety of fields including science, nature, the fine arts, history, and sexuality. Many of Nathan’s works are based on his travels, mapping out a geography of his experiences while taking the listener on their own personal journey. He is a former Fulbright Fellow to Iceland, and has a Doctorate in Musical Arts from the University of Colorado, Boulder. He currently lives in Denver, Colorado.

During Nathan’s residency at Skaftfell he documented sights, sounds, and activities in Seyðisfjörður and East Iceland, and used those moments as inspiration for a new set of small works in sound, music, and video. He is working on interpreting elements of nature and landscape into musical graphic scores, which can be admired as visual art but also performed as music.

Nathan Hall. Video still, 2018.
Nathan Hall. Video still, 2018.