Home » 2016

Frontiers of Solitude – verkefnakynning

Frontiers of Solitude er alþjóðlegt samstarfsverkefni milli listamanna og listastofnana í þremur Evrópulöndum; Školská 28 í Tékklandi, Atelier Nord í Noregi og Skaftfelli. Á tímabilinu apríl 2015 – apríl 2016 tóku 20 listamenn þátt í verkefninu með aðkomu og þátttöku sinni að gestavinnustofudvöl, rannsóknarleiðöngrum, vinnnustofum, málþingi og sýningarhaldi. Í verkefninu veltu listamennirnir fyrir sér yfirstandandi umbreytingu landslags og náin tengsl milli síð-iðnaðarsamfélagsins og náttúru. Þessi þemu voru útfærð með tilliti til vistfræðilegra og félagshagfræðilegra áhrifa sem orkuiðnaður og námugröftur hefur á tiltekið landslag í Tékklandi, Noregi og Íslandi.

Í þessu samhengi var sex listamönnum frá þátttökulöndum boðið á Austurland í ágúst 2015 þegar Skaftfell skipulagði 12 daga rannsóknarleiðangur. Áhrif vatnsaflsvirkjana var skoðuð út frá vistfræðilegu og félagshagfræðilegu sjónarhorni, með áherslu á samspil Kárahnjúkavirkjunar, Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði og Héraðsflóa. Fjórum íslenskum listamönnum var boðið í svipaðar vettvangsferðir til Norður-Noregs þar sem iðnaðarnámuvinnsla og olíuhreinsistöðvar voru skoðaðar og til Tékklands þar sem opin kolagröf var rannsökuð. Úrval verka sem sýna viðbrögð listamannanna við þessum leiðöngrum eru nú til sýnis í Skaftfelli.

Lokaafrakstur úr Frontiers of Solitude var sýndur í heild sinni í Skolska Gallery, Fotograf Gallery og Ex-Post Gallery í Prag, undir aðstoðarsýningarstjórn Dana Recmanová (CZ), Ivar Smedstad (NO) og Juliu Martin (IS). Einnig hefur úrval verka verið til sýnis í The Vysočina Regional Gallery í Jihlava, Tékklandi. Aðrar sýningar hafa verið skipulagðar í The Jan Evangelista Purknyé University in Usti nad Labem í Tékklandi og Atelier Nord í Osló, Noregi. Verkefnið var í heild sinni skrásett og sett fram í sýningarskrá sem hægt er að skoða í sýningarsal Skaftfells.

Í Skaftfelli eru verk til sýnis eftir:

Finn Arnar Arnarson (IS), Karlottu Blöndal (IS), Peter Cusack (UK/CZ), Þórunni Eymundardóttur (IS), Iselin Linstad Hauge (NO), Monika Fryčová (CZ/IS), Elvar Már Kjartansson (IS), Alena Kotzmannová (CZ), Pavel Mrkus (CZ), Greg Pope (UK/NO), Ivar Smedstad (NO), Diana Winklerová (CZ), Martin Zet (CZ)

Verkefnastjóri Julia Martin.

Frontiers of Solitude sem er fjármagnað með styrk úr Uppbyggingarsjóði EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi fyrir menningararf og samtímalistir. Verkefnið er sameiginlegt frumkvæði Školská 28 Gallery (Deai/setkání), Atelier Nord og Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands á Íslandi.

20150804_fos_logos

Nánari upplýsingar: http://frontiers-of-solitude.org/

Ljósmynd: Julia Martin