Frontiers of Solitude

Ljósmynd: Julia Martin

Frontiers of Solitude er alþjóðlegt samstarfsverkefni milli listamanna og listastofnana í þremur Evrópulöndum; Školská 28 (Tékklandi), Atelier Nord (Noregi) og Skaftfells. Ýmislegt verður á döfinni í tengslum við verkefnið þ.á.m. gestavinnustofudvöl, rannsóknarleiðangrar og vinnnustofur í hverju því landi sem tekur þátt. Við verkefnalok, snemma árs 2016, verður haldin sýning og málþing í Prag.

Verkefni tekur á yfirstandandi umbreytingu landslags og náin tengsl þess milli síðiðnaðarsamfélagsins og náttúru. Þessi þemu eru útfærð með tilliti til menningar landafræði og formfræði svæða staðsett í Tékklandi, Íslandi og Noregi.

Markmiðið er að búa til vettvang til að stuðla að samvinnu og skiptast á upplifun milli listamanna, vísindamanna og stofnana ásamt því að kanna og túlka nýlegar og langtíma umbreytingar landslags, sem er lýst á eftirfarandi máta:

Current changes in the industrialized landscape around the city of Most (northern Bohemia), especially the loss of historical continuity, transfers of geological layers and social structures, transition towards the post-carbon economy and a current discussion on the abolition of territorial limits which potentially may lead to further degradation and exploitation of the landscape by extensive open pit coal mining.
(Into the Abyss of Lignite Clouds, September 2015)

Tvær rannsóknarleiðangrar verða á tímabilinu: Field Work and Ecology í ágúst 2015 á Íslandi og Sound of Melting Ice, september 2015, í Finnmark í Norður Noregi. Leiðangarnir fara fram á stöðum þar sem áhrif og vegsummerki iðnvæðingar frá síðustu áratugum eru sýnileg.

Í tíu daga rannsóknarleiðangri um Ísland munu þátttakendur fara á ýmsa staði á Suður-, Austur- og Norðurlandi þar sem hægt er að skoða ónýttar auðlindir sem búa yfir endurnýjanlegum orkugjafa – vatn, gufa og vindur – auk þeirra áhrifa sem vatnsfalls- og jarðvarmavirkjanir hafa á landslag og staðbundin örhagkerfi. Stærsta jarðefnastífla í Evrópu, Kárahnjúkastífla, verður skoðuð auk álversins sem hún var byggð fyrir og þau árkerfin sem urðu fyrir áhrifum. Bygging Kárahnjúkastíflu (2003-07) og pólitíska ferlið sem að því leiddi var mjög umdeilt á Íslandi. Með núverandi ríkisstjórn er ætlunin að byggja enn fleiri vatnsfallsvirkjanir og stuðla með því að aukinni nýtingu á þeim virkjanamöguleikum til að laða að fjárfesta frá alþjóðlegum fyrirtækjum og stóriðnað til landsins. Listamennirnir munu hitta sérfræðinga á öðrum sviðum og fá að kynnast vistfræðilegum, pólitískum og félagshagfræðilegum hliðum á þeim stöðum sem verða heimsóttir. Ætlunin er að koma með innlegg í gagnrýna og upplýsta umræðu um ákveðin dæmi sem snúa að sameiginlegum vistfræðilegum og félagshagfræðilegum hagsmunum og skilja betur endurnýjanlega orkuframleiðslu og orkuneyslu.

Norski leiðangurinn leggur áherslu á námuvinnslu á svæðinu og áhrif þess á landslagið. Bæði núverandi og fyrri norskar ríkisstjórnir hafa styrkt verkefni fyrir landmælingar á steinefnum til að meta hæfi þeirra til námuvinnslu, sem hefur skilað í heitri umræðu á nýtingu steinefna, sérstaklega í norðurhluta landsins.

Lokaafrakstur verkefnisins verður kynnt í upphafi árs 2016 þegar tékkneskir, norskir og íslenskir listamenn taka þátt í samsýningu í Školská 28 gallerí í Prag. Til sýnis verða ýmsar skrásetningar og athuganir, ný listaverk, túlkanir og niðurstöður úr rannsóknarleiðöngrum. Gefin verður út sýningarskrá með hljóð- og myndbandsupptökum ásamt textum um samtímalist, vistfræði og  umhverfisvísindum.

Þeir listamenn sem taka þátt eru: Finnur Arnar Arnarson, Karlotta Blöndal, Peter Cusack, Þórunn Eymundardóttir, Monika Frycova, Elvar Már Kjartansson, Alena Kotzmannova, Vladimir Merta, Pavel Mrkus, Greg Pope, Kristín Rúnarsdóttir, Ivar Smedstad, Milos Sejn, Vladimr Turner, Robert Vlasak, Diana Winklerova, Martin Zet (fleiri munu bætast við).

Frontiers of Solitude samstarfsverkefni Školská 28 (Deai/setkani), Atelier Nord  og Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands og er fjármagnað með styrk í gegn um uppbyggingarsjóð EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi fyrir menningararf og samtímalistir.