Gestalistamenn í maí

Rannsóknir og listköpun Alexandru Ross hverfist um að fanga og setja fram tilstilli samræðu. Með hugmyndina um félagslyndi rótgróna býr hún til umhverfi og kannar millibils augnablik í samtali með áherslu á efni sem venjuleg er óskráð eða litið fram hjá í sagnfræði. Alexandra er bresk og er búsett í Suður Afríku.

Alexandra  mun dvelja í Skaftfelli í tvær vikur og á þeim tíma rannsaka endurminningar og frásagnir frá Seyðfirðingum í tengslum við dvöl Dieter Roth á staðnum, fyrir fyrirhugaða yfirlitsbók.

 

David Edward Allen (UK) er búsettur í Berlín. Verk hans hverfast um landslag í víðu samhengi og staðsetning áhorfandans gagnvart því. Til dæmis notar hann náttúruleg fyrirbæri eins og þyngdaraflið, ræktun lífrænna trjáa eða hreyfingar hljóðbylgja til að búa til formgerð sem hægt er að endurskipuleggja. Verk David eru eins og tilraunir til að einangra eða gildrur til að fanga augnablik breytinga, hreyfingar eða röð aðstæðna, með því að nota umhverfið sem aðferð til að hafa áhrif á eða búa til form.

Verk eftir David Edward Allen

 

Francesco Bertele (I) lýtur á list sína sem tímabundna niðurstöðu umbreytingaferlis þar sem ekkert er varanlegt eða til frambúðar, þar sem vitsmunalegt innlegg úr raunveruleikanum er hafið yfir allt . Verk hans eru niðurstaða  lagskiptingar og skipulagningar forma sem verða til á ákveðnum tíma og í ákveðnu rými. Þau afhjúpast sjálfkrafa sem umhverfis innsetningar og staðir fyrir skynjun. Dvöl Francesco er styrk af nctm e l’arte.

Verk eftir Francesco Bertele.
Verk eftir Francesco Bertele

 

Halina Kleim (DE) býr og starfar í Berlín. Hún vinnur með myndbandsverk, innsetningar, skúlptúra og rannsóknarverkefni. Í nýlegum verkum skoðar Halina vanrækt tungumál og dulræna muni. Meðal verka eru smágerðir til allt að sex feta háir samsettir skúlpúrar og fjöltækni innsetningar.

Grass & Fern. Verk eftir Halina Kliem

 

Þungamiðja verka Juliu McKinlay er að skapa landslag með skúlptúrum og innsetningum. Verkin eru undir áhrifum frá landkönnuðum sem og náttúrufræði og jarðfræði og byggjast á rannsóknum hennar sem fara fram á söfnum. Byrjunarreitur verkana eru einstök og óvanaleg umhverfi unnin samhliða í skúlptúr, teikningu og prent. Hún hefur áhuga á að söfnun og aðferðum við að miðla sýnishornum eða munum sem umbreytast í aðra veröld þegar þau er sett fram í rými. Verkin rannsaka landslag og framsetningu á náttúru með leikrænu myndmáli. Hún notast við ýmsan efnivið og form til að gefa til kynna landmassa, plöntur og dýr. Ákveðnir karakterar koma ítrekað fram í verkunum eins og mosi, grýttar brekkur, fótleggir, illgresi, steingervingar og gáttir. 

Julia mun dvelja í rannsóknar gestavinnustofu Skaftfells í maí.

Fyrir Reza Rezai (CAN) er ljósmyndun aðferð til að spegla lífið. Ekki eingöngu hans eigið heldur einnig annara. Ljósmyndun er virk aðferð til að íhuga umhverfið, greina raunveruleikann, uppgötva og vera hluti af sameiginlegri vitund. Hann trúir að ljósmyndun skapi raunveruleika sem eru hverfulir og breytilegir en jafnframt hluti af hans tilveru.