Home » 2015

Guha

Opnun fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 18:30 í Bókabúðinni – verkefnarými
Einnig opið föstudaginn 29. maí 16:30-20:00.

Bulging with silence nature’s things are; they stand in front of us as containers filled by silence.” Max Picard

Guha – innantóm á hjara veraldar eftir ítalska gestalistamanninn Francesco Bertelé má skoða sem “ferli ofurskynjunar”1 og er varanlegt umhverfis minnismerki falið í skauti jarðar. Ósýnilegum kofa fyrir hugleiðslu er komið fyrir í hinum náttúrulega heimi sem við öll reiðum okkur á.

Verkefnið miðar að því að umbreyta vinnustofu, sem er staður listsköpunar, í útbreiðan hirðingastað fyrir kynni, uppgötvun og minni.

 (1)“The process of hyperextension is shown to include the artist herself, as increasingly embedded ecological agent.” Julia Martin

Francesco Bertele (I) lýtur á list sína sem tímabundna niðurstöðu umbreytingaferlis þar sem ekkert er varanlegt eða til frambúðar, þar sem vitsmunalegt innlegg úr raunveruleikanum er hafið yfir allt . Verk hans eru niðurstaða  lagskiptingar og skipulagningar forma sem verða til á ákveðnum tíma og í ákveðnu rými. Þau afhjúpast sjálfkrafa sem umhverfis innsetningar og staðir fyrir skynjun.

Styrkt af