Home » 2016

Gursus í Tvísöng

Tónlistardúóið er Gursus er afleiðing óvænts fundar, milli alþýðutónlistar fiðluleikara og jass saxafónleikara, sem má rekja til lestarseinkunar. Saman leika þau fjöruga, öfluga, svipmikla og óstýriláta tónlist sem á sér ræturr í hefðbundin þjóðlög í bland við frjálsan og formlegan jass, ásamt töluvert af spunaleik.

Einstakt tækifæri til að kynna sér bræðing alþýðutónlistar og jass. Gursus mun spila á nokkrum stöðum á Íslandi og má fylgjast með ferðum þeirra hérna.

Nánar um bandið

Heitir tónar eru einkennandi fyrir stíl Idu sem bráðna saman við magnað spil Svens. Hljóðið verður fast og heiðarlegt og þú kemst svo nálægt því að þú finnur lyktina af eldinum frá litla húsinu þar sem tvíeykið æfir sig og undirbýr nýja tóna.

Tónlistarmennirnir eru bæði vel þekkt meðal yngri kynslóða í tónlistarheiminum.

Ida Karlsson er saxófónleikari og tónskáld. Hún spilar meðal annars með jazz hreyfingunni Medi og swing band hljómsveitin Who’s Your Mama – WYM, auk Kathrine Windfeld Big Band (DK). Hennar eigin kvartett IKQ hefur verið sagður leika tónlist með skýrum áhrifum frá jazzi, tónlist sjöunda áratugarins og norrænni þjóðlagatónlist.

Sven Midgren er þjóðlagatónlistarmaður með djúpar rætur í hefðir suður-Svíþjóðar. Hann hefur leikið með skandinavísku hljómsveitinni Tranotra sem kafar djúpt í fornar hefðir sænskrar þjóðlagatónlistar. Fiðluleikur Sven hefur bæði róandi og eflandi áhrif enda blandar hann saman tónlist  og frásögn sem fer með áhorfandann í einstaka ævintýraferð.

Tónleikaferðalagið er styrk af Kulturkontakt Nord Kulturrådet and Musik i Syd