Home » 2009

Heaven and Hell are just one breath away!

Hildur Björk Yeoman er fatahönnuður og tískuteiknari sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2006. Hún hefur starfað óslitið við fag sitt frá útskrift og hefur meðal annars framleitt fatalínu fyrir merkið Brigitte bird, gert tískuteikningar fyrir ýmsa hönnnuði og tímarit og staðið fyrir fjölda sýninga sem hafa beint eða óbeint með tísku og tíðaranda að gera. Hildur hannar einnig tösku og aukahlutalínu undir eigin nafni sem er seld í verslunum hérlendis sem og erlendis. Sýning Hildar Bjarkar Yeoman  á Vesturveggnum ber nafnið “HEAVEN AND HELL ARE JUST ONE BREATH AWAY!”  sem er  óbeint tilvísun í Andy Warhol og íslenska myrkrið. Þar sem bæði óhugnalegir og yndislegir atburðir geta  átt sér stað.