Home » 2015

Inní, ofaní og undir

Ungi Seyðfirðingurinn, Aron Fannar Skarphéðinsson, sýnir eigin ljósmyndir á Vesturvegg í Bistró Skaftfells. Í myndum sínum dregur Aron Fannar fram ólíklegustu sjónarhorn á hlutum sem finna má í hversdagslegu umhverfi okkar.

Sýningin er hluti af List án landamæra og verður opin til 31. maí.