janúar 19, 2026
Minningarorð um Björn Roth (1961-2026)
Ég hef aldrei sagt nemendum að ég hef lært meira af þeim en þeir af mér. (Björn Roth, 5. júlí 2021)Þann 2. janúar 2026 andaðist Björn Roth, myndlistarmaður, sýningarstjóri og kennari. Björn var frá upphafi einn helsti samverkamaður Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi, og gegndi mikilsverðu hlutverki í uppbyggingu starfseminnar. Hann var einn af stofnendum miðstöðvarinnar og sat í sýningarnefnd frá 1999. Þegar sú nefnd var lögð niður tók hann við sem listrænn heiðursstjórnandi, frá 2008 til 2010. Samhliða sinnti hann formennsku í Skaftfellshópnum frá 2001-2008 og sat sem varamaður í stjórn Skaftfells, árin 1997 til 2004. Auk þessa hannaði Björn útlit bístrósins á jarðhæð miðstöðvarinnar.
Björn var einn af fyrstu listamönnunum sem sýndu í sýningarsal Skaftfells árið 1999 þega...