Vídeóverk í fimm þáttum

10. febrúar – 10. mars 2023, sýningarsal Skaftfells

Opnun 10. febrúar kl. 17:00 – 18:00

Vídeóverk eftir Barböru Naegelin, Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurð Guðjónsson og Steinu

Sýning fimm myndbandsverka sem fjalla um ýmiss konar hreyfingu – fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi – lýsir upp sýningarsalinn í Skaftfelli undir titlinum Composition in Five Movements. Samsýningin verður opnuð 10. febrúar, sem hluti af List í ljósi, ljósahátíð Seyðisfjarðar.

Sýningin er styrkt af: The Cantonal Culture Department Basel-Stadt, Swiss Arts Council Pro Helvetia, Múlaþingi, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Uppbyggingarsjóði Austurlands.

 

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *