Vesturveggur: Andrea Salerno og Nina Tobien


Verk gestalistamanna Skaftfells í nóvember og desember príða nú Vesturvegg Skaftfells bistró til og með 8. febrúar 2025. Verkin voru unnin af listamönnunum á meðan á dvöl þeirra í Skaftfelli stóð og voru hluti af Aðventu opnu húsi í Skaftfelli í desember.

Andrea Salerno (f. 1989, Róm) er myndlistamaður og grafískur hönnuður búsettur í Amsterdam. Nýleg verk hans rannsaka vandamál tvíhyggju í sjónrænni framsetningu í tengslum við vélrænar endurgerðir og hugmyndir um frumleika og höfundarrétt þegar kemur að þýðingum. Í Skaftfelli hefur hann unnið að verkefni sem byggir á völdum verkum eftir Dieter Roth sem fjalla um fjölföldun, og hefur hann framleitt röð endurgerða og óáreiðanlegra eftirlíkinga.

2 BECOME 1 (GESAMMELTE WERKE)
Pappírs vafnings collage
17 × 23 cm
Tvær eins síður frá Gesammelte Werke Band 20 (útgáfa Hansjörg Mayer, Stuttgart 1972), með portrett af höfundunum, eru teknar úr bókum þeirra og fléttaðar saman og mynda mynd sem er á sama tíma eins en ólík.

UNTITLED (DIETER/EMMETT)
Silkiþrykk og risograph
45 fjölfeldi
21 × 29.7 cm
Kjölurinn á bókinni Trophies (útgáfa Hansjörg Mayer, Stuttgart 1979) eftir Dieter Roth er endurgerð sem tvær samhliða útgáfur af lagskiptu prenti, sem afhjúpar leynilegan eiginleika upprunalegu útgáfunnar: önnur kápa með öðrum titli eftir vinur og samstarfsmann Emmett Williams felur sig undir fyrstu kápunni.

Nina Tobien er listamaður búsett í Berlín sem vinnur með málverk, keramik og rannsóknir. Í Skaftfelli hefur Tobien þróað málverk og prentverk sem eru nátengd svæðinu hvað efnisleika þeirra varðar. Með sjálfbærri söfnun hefur Tobien varðveitt plöntuliti og gert þá aðgengilega fyrir áhorfandan með brothættum málverkum sínum.

BLUE LIGT I PURPLE LIGHT
Átta teikninga sería
2024
Fundið kalk pastel, litarefni úr stein (N 65° 15’ 47“ W 13° 59’ 25“ ), fossa-vatn, keramík á fundin pappír
35 x 30 cm
Þann 27. nóvember 2024 um klukkan 15:30 tók ég eftir mismunandi ljósi út um glugga vinnustofu minnar í Skaftfelli listamiðstöð. Í átt að Strandartind var ljósið á himninum skærblátt og hinum megin við Fjörðinn ljómaði ljósið í mjúkum fjólubláum lit. Af fáum hlutum sem þegar voru til staðar í vinnustofunni þegar ég flutti inn var litaður pappír í tveimur tónum. Það voru einmitt þessir tónar sem sáust á himninum á því augnabliki 27. nóvember. Serían „Blue Light I Purple Light“ samanstendur af átta teikningum á þessum litaða pappír (fjórar sem hanga í sýningarrýminu). Með pastellitum sem ég fann í vinnustofunni gerði ég frottage af klettunum sem ég fór framhjá á gönguferðum mínum um fjöllin. Litarefnin sem ég málaði með eru unnin úr steinunum sem ég fann þar.