október 24, 2025
OPIÐ KALL: Slóð – Skaftfell x Ströndin Gangandi Gestavinnustofa
Fyrir hverja: Listamenn sem starfa í öllum miðlumDagsetningar gestavinnustofunnar: 8. – 29. Júní 2026.
UMSÓKN
Umsóknarfrestur: Mánudaginn 1.desember 2025 (umsækjendur fá svar 4-5 vikum eftir umsóknarfrest)
Að reika innan um sífellt suð fossaAð reika undir síðkvöldssólinniAð reika í gegnum þokuna—Með hugsunum,Með ókunnugum,Með orðum,Og með þögninni sem fylgir.
Göngur verða notaðar sem aðferð til þess að upplifa stað, líkama og huga. Í gestavinnustofunni koma saman átta listamenn sem hafa áhuga á að kanna gangandi ferðamáta sem fagurfræðilega iðkun. Fjörðurinn, árnar, fjöllin, dalir, leiðir og vegir Seyðisfjarðar verða vettvangur þátttakenda til að hreyfa sig um og íhuga hugmyndir um tíma, rými og minningar—þar sem gönguferðir, markvissar eða reikandi, fá að hafa áhr...