UM OKKUR

Miðstöðin var formlega opnuð árið 1998 og er starfsemin tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi í formi sýningarhalds, reksturs gestavinnustofu og fræðslustarfs.
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, er staðsett við Austurveg 42 á Seyðisfirði og er nafn stofnunarinnar dregið af þrílyfta timburhúsinu sem hýsir hana.

Miðstöðin var formlega opnuð árið 1998 og er starfsemin tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi í formi sýningarhalds, reksturs gestavinnustofu og fræðslustarfs. Hún er ein þriggja menningarmiðstöðva á Austurlandi, samkvæmt samningi ríkisins og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.

Markmið starfseminnar er að auka aðgengi Austfirðinga að vandaðri samtímalist og stuðla að dýpri þekkingu og skilningi á hlutverki myndlistar í samtímanum ásamt því að skapa örvandi vinnuumhverfi fyrir listamenn. Árið 2013 hlaut Skaftfell Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

Í Skaftfelli er listamannaíbúð á efstu hæði fyrir gestalistamenn Skaftfells; á annarri hæð er sýningarsalur og skrifstofa, á jarðhæðinni er Skaftfell bistró. Þar eru verk Dieter Roth og Björn Roth til sýnis á austurvegg og á Vesturvegg Skaftfell bistró eru settar upp tímabundnar sýningar listamanna af svæðinu og gestalistamanna Skaftfells.
Árið 1996 fékk áhugamannahópur um menningu og listir, oftast nefndur Skaftfellshópurinn, húsið að Austurvegi 42 á Seyðisfirði að gjöf frá hjónunum Karólínu Þorsteinsdóttur og Garðari Eymundssyni. Í kjölfarið hófst mikið uppbyggingarstarf með það að leiðarljósi að efla menningarlíf á Seyðisfirði. Stjórn Skaftfells menningarmiðstöðvar tók til starfa árið 1998 og sýningarsalurinn var formlega vígður ári seinna.

Á mótunartímanum voru fyrstu sýningarnar: Boekie Woekie árið 1996, Sýning fyrir allt – til heiðurs og minninga um Dieter Roth árið 1998 og Bernd Koberling, Björn Roth & Dieter Roth árið 1999.

Stofnár listamiðstöðvarinnar er einnig dánarár listamannsins Dieters Roth (1930-1998). Dieter gegndi stóru hlutverki í menningarflóru Seyðfirðinga, allt frá því hann hóf að venja komur sínar á Seyðisfjörð upp úr 1990. Skaftfellshópurinn samanstendur að miklu leyti af fólki sem naut mikilla og góðra samvista við Dieter, og er tilurð miðstöðvarinnar sprottin úr þeim frjóa jarðvegi er hann átti þátt í að skapa á Seyðisfirði.

Skaftfell hefur ávallt verið rekið sem sjálfseignarstofnun og þegið fjárstyrki í gegnum árin bæði frá ríki og bæ. Þar er nú rekin listamiðstöð með áherslu á sýningar á samtímalistum, rekstur gestavinnustofa fyrir listamenn og fræðslustarf á öllum skólastigum.

Í stjórn stofnunarinnar sitja aðilar fyrir hönd Skaftfellshópsins; Bandalags íslenskra listamanna; gefenda hússins og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Í Skaftfelli er starfandi fagráð sem skipuleggur listræna starfsemi frá ári til árs. Forstöðumaður sinnir öllum þeim störfum er lúta að rekstri stofnunarinnar, með dyggri aðstoð stjórnar og Skaftfellshópsins.

Skaftfell var reist af byggingameistaranum Guðfinni Jónssyni, árið 1907. Húsið er þriggja hæða, 420 fermetrar, byggt samkvæmt norskri fyrirmynd með nýklassísku yfirbragði og er mikil prýði í götumyndinni. Fyrstu árin var rekið gullsmíðaverkstæði á jarðhæðinni og veitinga- og gistihús á efri hæðum. Síðar tóku fleiri verslanir við, þar var um tíma norskt sjómannaheimili, ölstofa, veitingasala, hótel og síðast trésmíðaverkstæði Garðars Eymundssonar.

Í blaðaviðtali sem tekið er við Garðar og Grétu, dóttur hans, og birtist um aldamótin kemur m.a. fram að vonast er til að halda uppi metnaðarfullu alþjóðlegu sýningarhaldi, rækta tengsl við evrópskt listalíf, bjóða upp á vinnuaðstöðu fyrir lista- og fræðimenn og skipuleggja vönduð námskeið fyrir börn og unglinga.

Aðstaða og vettvangar

The Print Workshop
Prentsmiðjan er samstarfsverkefni sem tileinkað er að bjóða upp á faglega aðstöðu til prentgerðar og kennd námskeið fyrir listamenn og nemendur á öllum aldurshópum, bæði heimamenn og gesti.
Bistró
Bistró Skaftfells er staðsett á fyrstu hæð Listamiðstöðvar Skaftfells, að Austurvegi 42, á Seyðisfirði.
Tvísöngur
Tvísöngur er listaverk og opinn vettvangur eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Hann var opnaður almenningi 5. september 2012.
The house of Geiri
Ásgeir Jón Emilsson, Geiri, fæddist árið 1931 í Hátúni á Seyðisfirði, yngstur tólf systkina. Geiri átti alla tíð heimili sitt á Seyðisfirði.

teymið okkar

Celia hefur mikla reynslu og ástríðu fyrir list og hefur unnið sem listrænn stjórnandi, framleiðandi og sýningarstjóri og hefur verið búsett á Seyðisfirði síðan 2015. Hún hefur gengt lykilhlutverkum sem stjórnandi listastofnana bæði á Nýja Sjálandi og Íslandi, fyrir skemmstu hjá LungA skólanum og sem með-stofnandi af menningar- og félagsheimilinu Herðubreið ásamt listahátíðinni List í ljósi.

Celia er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún lagði áherslu á að rannsaka samfélagsþróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskoranna. Í hugleiðingum um Skaftfell segir hún: “Skaftfell er einstök listamiðstöð sem skipar stóran sess í sögu Seyðisfjarðar og Austurlands. Það er sannur heiður að fá tækifæri til að halda áfram þeirri listrænu arfleið og ég hlakka til að vinna með öllum sem að henni koma.

Celia tók við starfi forstöðumanns Skaftfells í janúar 2024.
Kamilla Gylfadóttir
gestavinnustofa og fræðsla
Kamilla Gylfadóttir tók við stöðu verkefnastjóra fræðsludeildar Skaftfells í júlí 2022 og síðan ágúst 2023 hefur hún séð um gestavinnustofu Skaftfells. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í ítölsku og ferðamálafræði árið 2014, lærði ljósmyndun í Árósum og kvikmyndagerð í Sarajevo og hefur unnið með list og kvikmyndir síðan. Árið 2020 lauk hún M.A. námi í kvikmyndavarðvörslu og miðlun við Háskólan í Amsterdam. Hún sá um kennslu á listfræðsluverkefni Skaftfells árið 2021 ásamt því að skipuleggja og kenna Skjaldbökuna, námskeið í heimildarmyndagerð sem er hluti af BRAS 2022. Hún er hluti af Heimamyndasamsteypunni sem hefur staðið að sýningu á íslenskum heimamyndum síðan 2020.
Núverandi stjórn — síðan 2020
Nína Magnúsdóttir - Formaður
Gunnhildur Hauksdóttir - Varamaður
Oddný Björk Daníelsdóttir - Ritari
Hildur Þórisdóttir - Varamaður
Sesselja Hlín Jónasardóttir - Formaður
Garðar Bachmann Þórðarson - Varamaður
Anna Eyjólfsdóttir - Formaður SÍM
Erling Jóhannesson - Varamaður - forseti BÍL
Sigfinnur Mikælsson - Formaður
Markús Þór Andrésson - Varamaður
Fyrri stjórnarmenn
2024 - 2022 Pari Stave
2022 - 2020 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir & Julia Martin
2018 - 2020 Gavin Morrison
2011 - 2018 Tinna Guðmundsdóttir
2006 - 2011 Þórunn Eymundardóttir
Fyrrverandi stjórnendur dvalarheimilis
2015 - 2022 Julia Martin
2014 - 2022 Litten Nystrøm
Fyrrverandi menntamálastjórar
2015 - 2022 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir
Fyrrverandi starfsnemar og tímabundin starfsfólk
2022 - Aino Peltola and Netta Alanko (Pekka Halonen Academi, FI); Ra Tack
2021 - Magdalena Noga, Ísold Gná Ingvadóttir
2020 - Unnur Birna J. Backman
2019 - Mary Buckland, Lilaï Licata
2018 - Jenny Niinimaa and Ninni Olllikainen (Pekka Halonen Academi, FI), Carlotta von Haebler
2016 - Eva Jaskova
2015 - Lisa Paland, Hochschule Merseburg
2014 - Becky Forsythe, Georgian College
2013 - Jasmin Meinold, HBK Braunschweig
Fyrri stjórnir
2017 - 2020
Auður Jörundsdóttir, chairman. Alternate Gunnhildur Hauksdóttir
Svava Lárusdóttir. Alternate Vilhjálmur Jónsson
Jökull Snær Þórðarson. Alternate Júlíana Björk Garðarsdóttir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM. Alternate Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL
Fríða Björk Ingvarsdóttir. Alternate Markús Þór Andrésson
Tumi Magnússon - Formaður (-2023)
2014 - 2017
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, chairman. Alternate Gunnhildur Hauksdóttir
Svava Lárusdóttir, ritari. Alternate Vilhjálmur Jónsson
Gréta Garðarsdóttir. Alternate Jökull Snær Þórðarson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM. Alternate Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL
Fríða Björk Ingvarsdóttir. Alternate Markús Þór Andrésson
2011 - 2014
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, chairman. Alternate: Ólafur Örn Pétursson
Svava Lárusdóttir, varaformaður og gjaldkeri. Alternate: Vilhjálmur Jónsson
Helgi Örn Pétursson, ritari. Alternate: Garðar Backman
Hrafnhildur Sigurðardóttir. Alternate: Ásta Ólafsdóttir
Daníel Karl Björnsson. Alternate: Aðalheiður Borgþórsdóttir
2008 - 2011
Daníel Björnsson, chairman. Alternate: Eggert Einarsson
Hildigunnur Birgisdóttir, varaformaður. Alternate: Hanna Christel Sigurkarlsdóttir
María Gaskell. Alternate: Jón Óskar
Helgi Örn Pétursson. Alternate: Goddur
Elva Hlín Pétursdóttir. Alternate: Klas Poulsen