Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, auglýsir eftir einbeittum, sjálfstæðum og drífandi forstöðumanni.
Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum. Við miðstöðina starfa þrír starfsmenn allt árið, auk sumarstarfsmanns.
Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri miðstöðvarinnar.
Helstu verkefni eru;
Hæfniskröfur: krefst góðrar fagþekkingar á innlendum sem erlendum myndlistarheimi, reynsla á sviði menningarstjórnunar, þekking og reynsla af menningarmálum almennt mikilvæg, færni í mannlegum samskiptum auk góðra forystu- og skipulagshæfileika.
Starfið getur hentað jafnt konum sem körlum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum BHM.
Æskilegt er að forstöðumaður geti hafið störf 1. okt 2018.
Allar frekari upplýsingar veitir Tinna Guðmundsdóttir, núverandi forstöðumaður, í síma 472 1632 eða á netfanginu skaftfell@archive.skaftfell.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2018.
Umsóknir berist á netfangið admin@archive.skaftfell.is