Sýningaropnun: Grát Bleikur

nóvember 7, 2025
7:00 e.h.
Skaftfell Gallery

Föstudaginn 7. nóvember frá 17-19 í galleríi Skaftfells.

Listamenn: Dýrfinna Benita Basalan (IS), Hélène Hulak (FR), Gógó Starr (IS)
Sýningarstjóri: Claire Paugam

Grát Bleikur er samsýning sem ögrar bleikum sem kynjuðu tákni. Sýningarstjóri er Claire Paugam en sýningin inniheldur verk eftir samtímalistamennina Dýrfinnu Benitu Basalan (IS), Hélène Hulak (FR) og dragdrottninguna Gógó Starr (IS) en þau takast á við tákn feðraveldisins og dægurmenningar á gagnrýninn og leikandi hátt. Með brengluðum og ýktum framsetningum á menningarfyrirbærum miðla listamennirnir bæði pólitískum sjónarmiðum og persónulegum frásögnum í þeim tilgangi að skapa öfluga og byltingarkennda list. 

Á meðan staðalímyndir eru afbyggðar, grætur liturinn bleikur af því að staðalímyndir kynjanna hafa kennt okkur að tár séu kvenleg, en þegar liturinn grætur verður hann jafn flæðandi og kyngervið sjálf.                           

Sýningin Grát Bleikur er styrkt af Myndlistarsjóði. 

Aðrir viðburðir

nóvember 7, 2025

Sýningaropnun: Grát Bleikur