október 17, 2025

In terms of the show in the sense of the trace in a hint of a twist

Búsetuáætlun, Væntanlegt, Yfirstandandi sýningar
Skaftfellsgalleríið

Skaftfell myndlistarmiðstöð Austurlands býður þér að vera við opnun sýningarinnar:

In Terms of the Show, in the Sense of the Trace, with a Hint of a Twist,“ eftir Kristina Stallvik (NO/US), Lin Ni (FI/TW), Yvette Bathgate og Jake Shepherd (EE/UK)

Föstudaginn 17.október 2025 kl 17:00 í galleríi Skaftfells.

Grafísk hönnun: Gréta Þorkels
Texti: Mark Jackson

Með stuðningi frá Nordic Culture Point höfum við getað veitt fullan styrk til þriggja mánaða dvalar fyrir eitt listamannatvíeyki og einn einstakling:

Yvette Bathgate og Jake Shepherd (EE/UK) eru listamannatvíeyki með aðsetur í Eistlandi. Þau vinna samstarfsverkefni með áherslu á umhyggju og samfélagsleg gildi. Undanfarin sjö ár hafa þau starfað innan menntakerfisins, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, listasafna og samfélagshópa í norðausturhluta Skotlands.
https://yvette-jake.hotglue.me

Kristina Stallvik (NO/US) er listamaður, sýningarstjóri og útgefandi. Hán vinnur á mörkum hinsegin vistfræða og hefur áhuga á því hvernig náttúru utan mannheimsins er miðlað í gegnum tækni og að kanna tengsl sýningarstjórnar og ritstjórnar sem miðlunarform. Verkin skoða hvernig veður – þoka, aska, slydda, regn, hagl – hefur áhrif á linsuna og býr til „skáldskap“ sem verður aðeins til í ljósi myndavélarinnar, fremur en að vera raunveruleg heimild, og þannig er bæði frásagnargildið og hið vélræna sjónarhorn dregið í efa. https://kristinastallvik.com/

Lin Ni (TW/FI) er margmiðlunarlistakona sem vinnur með vatn í sínum verkum. Hún laðast að dimmbláum lit norræns rökkurs, bragðinu af snjó og djúpsævi. Verk hennar hafa verið sýnd víða, m.a. í Haus Der Statistik, Kunstkraftwerk, Helmut Space, galleríi Herðubreiðar, Ateneum-listasafninu, HIAP Augusta galleríinu og Saari-miðstöðinni. Hún var tilnefnd til Chi-Po-Lin kvikmyndaverðlaunanna og New Taipei City í heimildamyndaflokki árið 2023. https://maidoutofice.com/

Sýningin stendur til 31. október 2025

Aðrar sýningar

Vesturveggur (Bistró)
júní 21, 2025

Sýningaropnun Vesturveggur: Yfirum – Gunnhildur Hauksdóttir