KIPPUHRINGUR

Liðnar sýningar

Kippuhringur er sýning sex nemenda Listaháskóla Íslands, auk tveggja gestanemenda frá Listaháskólanum Valand í Gautaborg.

Nemendurnir hafa síðastliðnar tvær vikur dvalið á Seyðisfirði og unnið þar að sýningunni í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga í bænum.

Dvölin á Seyðisfirði mun óneitanlega hafa einhver áhrif á verk nemenda þar sem að ferðin hefur verið áhrifamikil. Nemendur hafa skoðað verkstæði bæjarins, Tækniminjasafnið og farið á sjóinn og veitt sér í soðið. Ýmsir listamenn bæjarins hafa veitt nemendum aðstoð og ráðleggingar.

Sýningarstjóri er Björn Roth og opnar sýningin í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi á Seyðisfirði, þann 28. febrúar næstkomandi kl. 16:00.

Sýningin er opin miðvikudaga til fimmtudaga frá kl.13 – 17 og föstudaga til sunnudaga frá kl.13 – 20 og eru allir velkomnir.

Other exhibitions

Aðrar sýningar

Skaftfellsgalleríið
október 17, 2025

In terms of the show in the sense of the trace in a hint of a twist

Vesturveggur (Bistró)
október 17, 2025

The Dripping of Tap Sounds Like a Clock Ticking – Ni Lin