No Solo

Liðnar sýningar

Nemendur Listaháskóla Íslands koma til Seyðisfjarðar í febrúar til að taka þátt í árlegu námskeiði, Seyðisfjörður vinnustofa, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Dieter Roth Akademíuna, Tækniminjasafn Austurlands og Skaftfells.

Yfirskrift sýningarinnar, NO SOLO, vísar í það að listin er samvinna, listamennirnir gætu ekki sett up sýninguna án hjálpar bæjarbúa og hvers annars. Þeir eru ýmist að bíða eftir svari, á leiðinni eitthvert að fá hjálp eða kalla inn greiða að sunnan. Eftir að hafa haldið röð einkasýninga við Listaháskóla Íslands og skrifað BA-ritgerð um sjálfið og myndlistina hefur hópurinn afsalað sér sólóinu og neitar að gera allt sjálf. Hægt er að fylgjast með undirbúningi sýningarinnar á Snapchat, Listaháskolinn.

Sýningarstjórn: Björn Roth og Kristján Steingrímur

Sýningin er opin daglega frá kl. 15:00-21:00, og eftir samkomulagi. Síðasti sýningardagur er 8. maí 2016.

No Solo er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Gullberg Seyðisfirði.

Other exhibitions

Aðrar sýningar

Skaftfellsgalleríið
október 17, 2025

In terms of the show in the sense of the trace in a hint of a twist

Vesturveggur (Bistró)
október 17, 2025

The Dripping of Tap Sounds Like a Clock Ticking – Ni Lin