Nemendur Listaháskóla Íslands koma til Seyðisfjarðar í febrúar til að taka þátt í árlegu námskeiði, Seyðisfjörður vinnustofa, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Dieter Roth Akademíuna, Tækniminjasafn Austurlands og Skaftfells.
Yfirskrift sýningarinnar, NO SOLO, vísar í það að listin er samvinna, listamennirnir gætu ekki sett up sýninguna án hjálpar bæjarbúa og hvers annars. Þeir eru ýmist að bíða eftir svari, á leiðinni eitthvert að fá hjálp eða kalla inn greiða að sunnan. Eftir að hafa haldið röð einkasýninga við Listaháskóla Íslands og skrifað BA-ritgerð um sjálfið og myndlistina hefur hópurinn afsalað sér sólóinu og neitar að gera allt sjálf. Hægt er að fylgjast með undirbúningi sýningarinnar á Snapchat, Listaháskolinn.
Sýningarstjórn: Björn Roth og Kristján Steingrímur
Sýningin er opin daglega frá kl. 15:00-21:00, og eftir samkomulagi. Síðasti sýningardagur er 8. maí 2016.
No Solo er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Gullberg Seyðisfirði.