október 15, 2025
OPEN CALL: Slóð – Skaftfell x Ströndin Walking Residency
Read more
Skoða nánar
Á dögunum heimsótti bandaríska listakonan Jessica MacMillan nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum og kynnti fyrir þeim verk sín. Jessica dvaldi í Skaftfelli í tvo mánuði og tók m.a. þátt í samsýningunni Blikka, ásamt þremur öðrum gestalistamönnum, sem var hluti af utandagskrá myndlistarhátíðarinnar Sequences í Reykjavík. Í verkum sínum gerir Jessica tilraunir til að yfirfæra fyrirbæri himingeimsins í skúlptúra sína og innsetningar og auka þannig skilning okkar og skynjun á fyrirbærum sem við eigum oft erfitt með að tengja við sökum umfangs og fjarlægðar.