Við kynnum nýja listamenn í gestavinnustofu Skaftfells

​​Ayoung Yu, Nicholas Oh og Mitch Blummer mynda listamannaþríeyki sem vinnur með gjörninga, keramikskúlptúra, staðbundnar innsetningar og kvikmyndir. Verkefni þeirra, „Blóðminning“, er kvikmynd byggð á gjörningum sem kannar tengsl vistvænnar ljóðlistar, andlegra málefna og lands. Innblásin af austur-asískri heimsfræði og kristinni dulspeki rammar kvikmynd þeirra inn náttúruna sem lifandi skjalasafn. Í gestavinnustofu Skaftfells munu þau mynda nýja gjörninga sem bregðast við jökullandslagi Seyðisfjarðar — með því að draga leir yfir eldfjallaberg, blanda saman bráðnuðu vatni við salt, semja helgan dans og raða leirmunum á mosabeð og vatnaleiðir skapa þau rými fyrir staðbundið altari. Verk þeirra hafa verið sýnd í The Shed (U.S.); Bronx Museum of the Arts (U.S.); Museum of Arts and Design (U.S.); og Cantor Arts Center at Stanford University (U.S.); framundan eru sýningar í Carpenter Center for Visual Arts í Harvard University (U.S.) og Stedelijk Museum Schiedam (Hollandi).

Deila þessum fréttum

Aðrar fréttir