
Árið 2026 munum við bjóða upp á tvær fjármagnaðar gestavinnustofur sem eiga sér stað á milli júní 2026 og desember 2026. Gestalistamenn NAARCA munu fá þóknun, efnis-/tækjastyrk og ferðastyrk.
Gestavinnustofan byggir á rannsóknum, þóknunum og stofnanaverkefnum sem NAARCA hefur hleypt af stokkunum síðan 2021 sem einblína á kreppu á sviði loftslags og líffræðilegar fjölbreytni, loftslagsréttlæti og fjórar stoðir sjálfbærni – vistfræðilegar, félagslegar, sálfræðilegar og menningarlegar.
Gestavinnustofan styður rannsóknir, þróun núverandi og nýrra verkefna, samfélagsþátttöku og framleiðslu nýrra verka og hugmynda í tengslum við einstakt vistfræðilegt samhengi NAARCA samstarfsaðilanna.
Þær gestavinnustofur sem eru í boði 2026 eru Cove Park (Skotland), Saari Gestavinnustofa (Finnland) og Skaftfell myndlistarmiðstöð (Ísland). Hver gestavinnustofa er skráð í umsóknarleiðbeiningunum ásamt tiltækum dagsetningum og upplýsingum um hvað þær bjóða upp á.
Við tökum vel á móti umsóknum frá listamönnum búsettum í Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku eða Skotlandi, sem starfa í myndlist, handverki eða hönnun og vinna með þemu sem snúa að sjálfbærni og neyðarástandi í loftslagsmálum.
Umsóknarfrestur: Máudaginn 8.Desember (14:00 Grænland / 16:00 Ísland / 17:00 Skotland & Noregur / 18:00 Finnland, Danmörk, Svíþjóð)
Gestavinnustofurnar eru gerðar mögulegar með stuðningi frá Norræna menningarsjóðnum (Nordic Culture Fund). Fyrir frekari upplýsingar og umsókn ýttu hér: https://covepark.org/naarca-residencies-2026/
Learn more and apply here: https://covepark.org/naarca-residencies-2026/
—
NAARCA er 5 ára verkefni sem sameinar gestavinnustofur frá Norðurlöndunum og víðar til samstarfs um rannsóknir, listsköpun, stofnanabreytingar, gestavinnustofur og fræðslu um loftslagsaðgerðir.
Fyrsta tímabil bandalagsins (2021-2024) innihélt sjö gestavinnustofur: Artica Svalbard, Art Hub Copenhagen, Baltic Art Center, Cove Park, Narsaq International Research Station, Saari Residence og Skaftfell Art Center. Árið 2025 innihélt NAARCA fimm gestavinnustofur: Artica Svalbard, Cove Park, Narsaq International Research Station, Saari Residence og Skaftfell Art Center.
NAARCA nýtur stuðnings frá Kone Foundation og Nordic Culture Fund.
Heimsæktu naarca.art fyrir frekari upplýsingar.