NAARCA TEKUR NÚ Á MÓTI UMSÓKNUM!

Árið 2026 munum við bjóða upp á tvær fjármagnaðar gestavinnustofur sem eiga sér stað á milli júní 2026 og desember 2026. Gestalistamenn NAARCA munu fá þóknun, efnis-/tækjastyrk og ferðastyrk.

Gestavinnustofan byggir á rannsóknum, þóknunum og stofnanaverkefnum sem NAARCA hefur hleypt af stokkunum síðan 2021 sem einblína á kreppu á sviði loftslags og líffræðilegar fjölbreytni, loftslagsréttlæti og fjórar stoðir sjálfbærni – vistfræðilegar, félagslegar, sálfræðilegar og menningarlegar.

Gestavinnustofan styður rannsóknir, þróun núverandi og nýrra verkefna, samfélagsþátttöku og framleiðslu nýrra verka og hugmynda í tengslum við einstakt vistfræðilegt samhengi NAARCA samstarfsaðilanna.

Þær gestavinnustofur sem eru í boði 2026 eru Cove Park (Skotland), Saari Gestavinnustofa (Finnland) og Skaftfell myndlistarmiðstöð (Ísland). Hver gestavinnustofa er skráð í umsóknarleiðbeiningunum ásamt tiltækum dagsetningum og upplýsingum um hvað þær bjóða upp á.

Við tökum vel á móti umsóknum frá listamönnum búsettum í Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku eða Skotlandi, sem starfa í myndlist, handverki eða hönnun og vinna með þemu sem snúa að sjálfbærni og neyðarástandi í loftslagsmálum.

Umsóknarfrestur: Máudaginn 8.Desember (14:00 Grænland / 16:00 Ísland / 17:00 Skotland & Noregur / 18:00 Finnland, Danmörk, Svíþjóð)

Gestavinnustofurnar eru gerðar mögulegar með stuðningi frá Norræna menningarsjóðnum (Nordic Culture Fund). Fyrir frekari upplýsingar og umsókn ýttu hér: https://covepark.org/naarca-residencies-2026/

Learn more and apply here: https://covepark.org/naarca-residencies-2026/

NAARCA er 5 ára verkefni sem sameinar gestavinnustofur frá Norðurlöndunum og víðar til samstarfs um rannsóknir, listsköpun, stofnanabreytingar, gestavinnustofur og fræðslu um loftslagsaðgerðir.

Fyrsta tímabil bandalagsins (2021-2024) innihélt sjö gestavinnustofur: Artica Svalbard, Art Hub Copenhagen, Baltic Art Center, Cove Park, Narsaq International Research Station, Saari Residence og Skaftfell Art Center. Árið 2025 innihélt NAARCA fimm gestavinnustofur: Artica Svalbard, Cove Park, Narsaq International Research Station, Saari Residence og Skaftfell Art Center.

NAARCA nýtur stuðnings frá Kone Foundation og Nordic Culture Fund.

Heimsæktu naarca.art fyrir frekari upplýsingar.

Deila þessum fréttum

Aðrar fréttir