
Fyrir hverja: Listamenn sem starfa í öllum miðlum
Dagsetningar gestavinnustofunnar: 8. – 29. Júní 2026.
Umsóknarfrestur: Mánudaginn 1.desember 2025 (umsækjendur fá svar 4-5 vikum eftir umsóknarfrest)
Að reika innan um sífellt suð fossa
Að reika undir síðkvöldssólinni
Að reika í gegnum þokuna—
Með hugsunum,
Með ókunnugum,
Með orðum,
Og með þögninni sem fylgir.
Göngur verða notaðar sem aðferð til þess að upplifa stað, líkama og huga. Í gestavinnustofunni koma saman átta listamenn sem hafa áhuga á að kanna gangandi ferðamáta sem fagurfræðilega iðkun. Fjörðurinn, árnar, fjöllin, dalir, leiðir og vegir Seyðisfjarðar verða vettvangur þátttakenda til að hreyfa sig um og íhuga hugmyndir um tíma, rými og minningar—þar sem gönguferðir, markvissar eða reikandi, fá að hafa áhrif á listsköpun hvers og eins.
Með hópgönguferðum (um það bil annan hvern dag), leshópum, verklegum vinnustofum, samtölum og vettvangsvinnu fá þátttakendur tækifæri til að deila upplifun sinni af stað og einbeita sér að skapandi ferli og rannsókn frekar en lokaútkomu. Þátttakendur mega búast við því að taka þátt í skipulagðri dagskrá með hópnum 3-4 daga í viku, sem skilur eftir 3-4 daga fyrir sjálfstæða vinnu. Gestavinnustofunni lýkur með óformlegri sýningu á verkum í vinnslu. Möguleiki á gönguferðum þar sem gist er á leiðinni verða til umræðu með hópnum. Þær Jessica Auer, listamaður og stjórnandi Strandarinnar Studio og Kamilla Gylfadóttir listamaður og verkefnastjóri gestavinnustofu Skaftfells munu leiða bæða gönguferðir og vinnustofur.
Gisting og vinnurými: Listamennirnir dvelja í þremur húsum í bænum í göngufæri frá Skaftfelli Listamiðstöð og hvert öðru. Húsin eru skipulögð sem sameiginleg gistirými með eldunaraðstöðu, hvert með sér svefnherbergjum, sameiginlegri stofu og vinnurými, sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, vinnuborðum, þvottavél og interneti. Þátttakendum verður boðið upp á sameiginleg vinnustofurými utan heimilisins.
Kostnaður listamanns: Gestavinnustofugjaldið er 220.000 ISK og felur í sér dagskrá Slóðar, húsnæði, sameiginleg vinnustofurými og grunnbúnað, stuðning og markaðssetningu frá starfsfólki Skaftfells. Gestavinnustofugjald, ferðakostnaður og máltíðir greiðast af listamanninum.
Ferðalag: Listamaður sem tekur þátt í gestavinnustofunni ber ábyrgð á ferðaáætlun sinni til Seyðisfjarðar.
Mikilvægt: Vinsamlegast athugið að þátttaka í þessari gestavinnustofu felur í sér mikla útiveru í óútreiknanlegu veðri. Listamenn verða að geta gengið þægilega í allt að 8 klukkustundir á dag á ójöfnu landslagi og bera með sér eigin búnað og aðrar nauðsynjar. Listamenn verða að koma með trausta gönguskó og veðurþolinn fatnað.
Umsókn: Vinsamlegast sendið inn umsókn ásamt umbeðnum fylgiskjölum í gegnum rafræna umsóknarformið okkar. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2025. Umsækjendur fá svar við umsókn 4-5 vikum frá umsóknarfresti.