október 15, 2025
OPEN CALL: Slóð – Skaftfell x Ströndin Walking Residency
Read more
Skoða nánar
Myndlistarhátíðin Sequences 2021 lauk nýverið og tók Skaftfell þátt með því að halda utan um viðburð eftir myndlistarmanninn Önnu Margréti Ólafsdóttur sem fram fór á Seyðisfirði. Anna Margrét bauð upp á upplifunarviðburð þar sem hún krufði, ásamt þátttakendum, hugtakið rómantík. Í fjóra daga bauð hún tuttugu Seyðfirðingum að koma með sér í göngutúr til að velta fyrir sér hugtakinu með alls kyns æfingum og spjalli. Í lok vikunnar hélt hún svo opin viðburð í Herðubreið sem nefndist Samdrykkja. Sýningarstjórar hátíðarinnar voru Þóranna Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson.