Dieter Roth akademían

Dieter Roth akademían samanstendur af vinum og samstarfsmönnum hins látna svissneska listamanns Dieter Roth (1930-1998).
Þó að grunnmenntun Dieters Roth hafi verið auglýsingateiknun frá grafíska skólanum í Bern í Sviss, þá var allt hans líf (eins og hjá mörgum) eins konar menntunarferli. Hann ferðaðist um, setti sig niður á mismunandi stöðum í mismunandi löndum, komst í sambönd við fólk sem aðhylltist mismunandi strauma og stefnur, ekki síður handverksmenn en listamenn og vann með þeim.

Dieter Roth Akademían saman stendur af þessu sama fólki (þeim sem enn eru á lífi) og má kalla „prófessora“ akademíunnar. Nemendur geta ferðast og hitt þetta fólk í lengri eða skemmri tíma og unnið með því eða ekki.
Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírsvinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir.

Nemendur fá eingöngu hjálp hjá hverjum og einstökum prófessor, sem þeir mögulega komast í samband við. Það er að hver og einstakur prófessor getur mælt með nemanda sem þá að sjálfsögðu aðrir prófessorar taka gildan.
Heimilisfang akademíunnar er Skaftfell á Seyðisfirði.

Prófessorar akademíunnar eru eftirtaldir

Eggert Einarsson
Reykjavík
Kristján Guðmundsson
Reykjavík
Sigurður Guðmundsson
China
Gunnar Helgason
Reykjavík
Dorothy Iannone
Berlin
Bernd Koberling
Berlin
Pétur Kristjánsson
Seyðisfjörður
Rainer und Agnes Pretzell
Abaliget
Björn Roth
Basel
Andrea Tippel
Berlin
Rúna Thorkelsdóttir
Amsterdam
Henriëtte van Egten
Amsterdam
Jan Voss
Amsterdam
Tom Wasmuth
New Mexico