Home » 2015

Islandia en Islandia

19.-22. ágúst í Bókabúðinni-verkefnarými

Verkefnið Islandia en Islandia miðar að því að skapa samtal við listamenn búsetta á Seyðisfirði og ræða hugmyndina um smærri vinnustofur. Listamönnum verður boðið upp á örlistamannadvöl Bókabúðinni, eða við Tvísöng, og fá þar tvær klukkustundir við að setja fram verk sem þau vinna að um þessar mundir eða skapa nýtt verkefni fyrir þessar aðstæður. Með þessum viðburðum, samskiptum við áhorfendur eða annarri listrænni þróunarvinnu sem á sér þar stað gera Miguel og Carmen tilraun til að draga upp mynd af þverfaglegu listasamfélagi á Seyðisfirði eins og það kemur fyrir í dag.

Verkefnið Espacio Islandia og sýningarstýrða örlistamannadvölin hófst árið 2011 í Madríd. Með því er einblínt á að rannsaka listasamfélög, unnið með tíma og rúm og það rannsakað með þátttöku og framkvæmd á staðnum og sýnt fram á hversu lítið þarf til að skapa vel gerðan listrænan viðburð sem á sama tíma hefur uppbyggileg áhrif á samfélagið. Árið 2013 byrjaði verkefnið að starfa á nýjum stað hverju sinni (Spáni, Svíþjóð, Ítalíu, Kína). Nú þegar hafa orðið til yfir 75 viðburðir meðal alþjóðlegra listamanna þar sem verkefnið Espacio Islandia býður listamönnum að sýna hæfileika sína með því að beisla orku sinni með stuttri stað- og tímabundinni framsetningu.

Eftirfarandi listamönnum hefur verið boðin þátttaka í örlistamannadvöl af Espacio Islandia:

 

19/8 kl. 17:00 :

Readings  –  Island Iceland Offshore Project in collaboration with The East Iceland Basement Commission Group featuring Adriana, Arika, Barbara, Ben, Björn, Michi, Felix, Jiajia, Jiří, Patrick and Yu.

‘Readings’

 

20/8 kl. 17:00 :

The Lathe Linus Lohmann and Litten Nystrøm

 

22/8 kl. 20:00 :

The Mystery Hour –  Richard Merrill Höglund

 

The Mystery Hour

 

Styrkt af AC/E Spain´s Public Agency for Cultural Action