Jessica Auer: Selected Photographs from Looking North

23. janúar – 2. apríl 2023, Skaftfell Bistró 

Ljósmyndir úr myndaröðinni Horft til norðurs, eftir listakonuna Jessicu Auer sem býr á Seyðisfirði, verða sýndar í Skaftfell Bistró frá 23. janúar til 2. apríl 2023. Horft til norðurs var fyrst sýnd sem aðalsýning á Þjóðminjasafni Íslands í Reykjavík 2020. Innsetningin í Skaftfelli er fyrsta skiptið sem myndir úr myndaröðinni eru sýndar almenningi síðan þeirri sýningu lauk fyrir tveimur árum.

Jessica er frá Québec í Kanada en flutti til Seyðisfjarðar þegar ferðamannabylgjan á Íslandi var að ná hámarki. Myndaröðin Horft til norðurs er afrakstur fimm ára ferðalaga Jessicu um Ísland, kynnum hennar af hópum ferðamanna og nánum athugunum hennar á nærumhverfi nýrra heimkynna sinna. Þegar hún hófst handa við verkefnið ákvað hún að kanna aðalferðamannastaði Íslands. Myndirnar sýna augnablik þegar ferðamenn standa andspænis hinu náttúrulega umhverfi.

Listamannaspjall: Fimmtudaginn 26. janúar, kl. 17:00-18:00, Skaftfell, þriðja hæð

Innsetningin og listamannaspjallið falla saman við sýningu Jessicu, Landvörður, sem stýrt er af Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur og opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 28. janúar 2023. Frekari upplýsingar: www.slaturhusid.is 

Um listakonuna:

Jessica Auer er kanadísk listakona sem kennir ljósmyndum við Concordia-háskólann í Montréal. Hún býr hálft árið á Seyðisfirði þar sem hún stýrir Ströndin Studio. Verk Jessicu snúast mestmegnis um að skoða landslag sem vettvang menningar. Hún beitir rannsóknum til að kanna félagsleg, pólitísk og fagurfræðileg viðhorf okkar gagnvart stöðum, þar á meðal sögustöðum, ferðamannastöðum og litlum samfélögum.

Jessica vinnur mest með myndir í stóru formati og er þekktust fyrir svipmyndir sínar sem skoða hvernig landslag hefur varðveist, breyst eða verið gert að neysluvöru fyrir ferðamenn. Með þessum myndum lýsir hún djúpstæðum áhyggjum af náttúrunni og afskekktum, viðkvæmum svæðum og samfélögum sem verða fyrir bylgjum fjöldaferðamennsku. Myndunum er ætlað að afhjúpa landpólitískan veruleika ferðamennsku og þeirri mótsögn sem felst í því að reyna að vernda sama landslag og ferðamannaiðnaðurinn leitast við að nýta.

Jessica Auer lauk MFA námi frá Concordia-háskólanum í Montréal og kennir í hlutastarfi við ljósmyndadeildina þar. Verk hennar hafa verið sýnd í ýmsum söfnum, galleríum og á hátíðum, eins og til dæmis Kanadísku arkitektúrmiðstöðinni, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og COTM ljósmyndahátíðinni í Cortona á Ítalíu.

Jessica hafur hlotið styrki og verðlaun fyrir ljósmyndun, list og kvikmyndir og hefur komið fram í Prefix Photo (Kanada), Femmes Photographes (París), Radio Canada International, ARTE sjónvarpsstöðinni og Guardian dagblaðinu. Þar sem vinna hennar er oft tengd stöðum hefur hún dvalið í nokkrum listamannaíbúðum, þar á meðal í Banff-miðstöðinni í Kanada, Brucebo-stofnuninni á Gotlandi og Bæ-listamiðstöð á Íslandi. Nú síðast var Jessicu boðið til listamannadvalar hjá Artlink í Fort Dunree á Írlandi.

Þegar Jessica er á Íslandi rekur hún Ströndin Studio, rannsóknarstofu ljósmyndunar og fræðslustofnun á Seyðisfirði.