Jin Jing & Liu Yuanyuan

When The Boat Is Sailing Into Island I Know No More Than What I Know Now.

Jin Jing (CN) og Liu Yuanyuan (CN) verða með pop-up sýningu í Herðubreið fimmtudaginn 26. september, kl. 17:00-20:00, þar sem þau munu sýna afrakstur eftir tveggja mánaða dvöl í gestavinnustofu Skaftfells. 

Í boði verða léttar veitingar og allir eru hjartanlega velkomnir.

Jin Jing býr og starfar í Xiamen í Kína. Hún er með tvær MA gráður; eina frá Háskólanum í Xiamen og aðra frá Sandberg Instituut, Hollandi. Með listiðkun sinni er hún stöðugt að skoða eigin tilvist og velta fyrir sér hversu áreiðanleg birtingarmynd „heimsins“ er. Jin Jing notar kímnigáfu til að sýna fram á mótsagnirnar sem nútímasamfélög búa yfir í formi ljósmynda, myndbanda og innsetninga, og tileinkar sér samhliða sjónarhorn bæði sem áhorfandi og þátttakandi. Verk hennar voru til sýnis t.d. í Beijing Today Art Museum, De Appel Art Center, American Selby Art Gallery, CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen og á sýningunni Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi.

Við dvöl sína í Skaftfelli hefur Jin Jing lagt áherslu á að fanga lúmskan vandræðagang og tilfinningu fyrir fjarlægð í tengslum við fólk og landslag. Með innsetningunni „Ég veit ekkert meira en það sem ég veit“ dregur hún fram vanmátt og lítilvægi manna auk mótsagnarinnar á milli augnabliksins og þess eilífa.

„In these images the landscape has been flattened into a „tableau“ without context, lacking a spatiotemporal axis. People and objects appear inside this „tableau“, but lack a narrative connection. In front of the absolute existence of nature, the position of human beings as the outlier is emphasized. An uneasiness emerges behind the seemingly orderly, as if somone or something has been landing on unknown land. This appearance of human presence is an instant, an instant that can be completely ignored by nature.“ Jin Jing

Liu Yuanyuan býr og starfar í Xiamen, Kína. Hún er myndlistarkona, innkaupastjóri tískufatnaðar, hönnuður og frumkvöðull. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Xiamen með BA gráðu. Verk hennar voru nýlega til sýnis í CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen og á sýningunni Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi.

Listræn iðkun Liu Yuanyuan einblínir á að þróa heilsteypt sköpunarkerfi sem nefnist „Flöskukenningin“. Hún lýsir þessu kerfi sem rökfræðilega aðferðarfræði með því að nota óhlutbundinn, afbyggðan, rúmfræðilegan strúktúr og skuggasvæði til að kanna afbyggð rými, millirými og tómarúm. Kjarni Flöskukenningarinnar er merkingarleysa. Þar að auki þróaði Liu Flöskutungumálið með því að byggja á flæði meðvitundar.

Liu Yuanyuan kynnir innsetninguna „Þegar báturinn siglir til eyjunnar“ þar sem hún notast við heilsteypt sköpunarkerfi sem hún þróaði sjálf og kallar „Flöskukenninguna“ til að greina landslag á Íslandi. Í landslaginu skynjar hún eins konar ryþma og undirliggjandi ósýnilega reglu og lýsir því sem „óendanlegt form meðvitundar“ og sem „móttækilegt og sýnilegt minni“.

„Reality does not exist in concrete matter but in the connection points of structures. It is an order that still exists in dismantled matter. When I stayed deep inside the Icelandic landscapes, I perceived an infinite form of consciousness. These landscapes are perceptible and visible memory. They are constructed by pasted experiences of the spatiotemporal, and are constantly regenerating. The true self detached from the substance and assimilated with the spatiotemporal when I was staring at these landscapes for a long time. Thus, its sphere of consciousness appears and the invisible content is presented. I am getting more and more closer to the Bottle World.“ Liu Yuanyuan