Home » 2017

Koma

Sýning með verkefum eftir nemendur Listaháskóla Íslands sem tóku þátt í árlega námskeiðinu, Vinnustofan Seyðisfjörður.

Sýningarstjórar: Björn Roth og Kristján Steingrímur.

Við komum á Seyðisfjörð eina helgi en við erum ennþá komandi viku seinna. Lendingin er löng en ekki ströng. Við erum aðkomandi, framkomandi í snjókomandi bæ. Dvölin er ljúf en við erum ekkert nema tímabundnir komumenn og konumenn með hálsmen og zen: Komið, verið velkomin á Komuna okkar.

Koma stendur til 2. apríl. Opið virka daga frá kl. 15:00-21:00 og um helgar frá 14:00-21:00.

/www/wp content/uploads/2017/01/lhi 17 logo