Home » 2016

Laugardagskvöld með Tromsø Dollsz Arkestra

Norski samvinnuhópurinn Tromsø Dollsz Arkestra býður upp á gjörning laugardaginn 12. nóv. kl. 17:00 í  Bókabúðinni-verkefnarými.

Tromsø Dollsz Arkestra er samvinnuhópur sem byggir á frjálsum þykjustu-hugsanaflutnings hávaðaspuna. Nafnið er samblanda af New York Dolls og Sun Ra er Arkestra, blanda af andlegu pönki og frjálsum geimdjass. Í stað tæknilegrar nálgunar við tónlist, notar hópurinn aðra leið til að eiga samskipti hvert við annað og kortleggja rými og tíma. Samvinnuhópurinn samanstendur af hverjum þeim sem spilar að hverju sinni.