Listamannaspjall: Brooke Holve (US), Catherine Richardson (UK/US), Eve Provost Chartrand (CA)

Verið velkomin á listamannaspjall með gestalistamönnum Skaftfells! Miðvikudaginn 28. september kl. 17:30-18:30 í íbúð Skaftfells (efsta hæð). Kaffi og smákökur verða í boði.

Brooke Holve býr og starfar í smábænum Sebastopol, Kaliforníu, um klukkustund norður af San Francisco. Hún dregur innblástur af náttúrulegum ferlum í landslaginu og rannsaka verk hennar eðli mótunar, einkum samspil innri/ytri ferla við efni og tungumál. Brooke er gestalistamaður Skaftfells í september 2022.

Catherine Richardson býr og starfar á milli London, Englandi og Healdsburg, Norður-Kaliforníu. Verk hennar, sem samanstanda að mestu af teikningum og málverkum gerð með mismunandi aðferðum, kortleggja landslag og eru upplýst af jarðfræðilegri uppbyggingu þess, jarðmótunarfræði (sem lýsir öflum sem verka á yfirborð jarðar og mynda landslagsþætti og landslagsbreytingar); mælikvarðar og saga upplýsa þannig samband hennar við staði á tilviljanakenndan hátt. Catherine er gestalistamaður Skaftfells í september 2022.

Eve Provost Chartrand fæddist í Montreal, Quebec, Kanada. Hún lauk BA gráðu í grafískri hönnun við UQAM þar sem hún lærði einnig safnafræði og sjónræna táknfræði. Hún útskrifaðist frá háskólanum í Calgary árið 2019 með meistaragráðu í myndlist og stundar nú framhaldsnám í skapandi rannsóknum við Liverpool John Moore’s háskólann í tengslum við Transart Institute. Eve er gestalistamaður Skaftfells í september og október 2022.