Listamannaspjall: Lucia Gašparovičová, Tóta Kolbeinsdóttir og Salka Rósinkranz

Miðvikudagur, 1. febrúar, kl. 17:00-18:00, Skaftfell, 3. hæð

Lucia Gašparovičová er slóvönsk myndlistarkona. Hún býr í Bratislava þar sem hún stundaði nám við Academy of Fine Arts and Design og lauk þar doktorsgráðu árið 2019. Í verkum sínum einblínir Lucia á skynjun okkar á umhverfi og fyrirbærum daglegs lífs. Hún rannsakar og skrásetur viðfangsefni sitt með hlutum, ljósmyndum, bókverkum og innsetningum. Með verkum sínum reynir Lucia að draga fram fyrirbæri sem við leiðum hjá okkur eða eru „ósýnileg”. Í tveggja mánaða langri gestalistamanndvöl sinni mun Lucia einbeita sér að náttúrunni og einmanaleikanum. Berskjölduð gagnvart náttúru Íslands yfir vetrarmánuðina hverfur Lucia frá hversdagsleikanum og horfir á hann úr fjarlægð.
Dvöl Lucia Gašparovičová er styrkt af Culture Moves Europe, sem veitt er af Goethe Institut og Slovak Art Council.

Tóta Kolbeinsdóttir og Salka Rósinkranz eru vinir. Þær útskrifuðust báðar úr Listaháskóla Íslands og hafa unnið mikið saman síðustu ár að sýningum, gjörningum og tekið þátt í residensíum. Salka Rósinkranz fæst við stemmningu og slökun á 1000 km hraða. Hún hugsar um sannleikann, endurtekningu, töfra, samtímann og framtíðina. Hún vinnur þvert á miðla en með áherslu á teikningu og prent. Verk Tótu hverfast um frásagnir, hlaðnar athafnir, tákn og goðsögur í margskonar miðla, t.a.m. skúlptúr, prent, teikningu og bókverk. Nýlegasta samstarf þeirra var mánaðarlöng opin vinnustofa í Gryfjunni, Ásmundarsal þar sem þær settu upp prentaðstöðu og unnu að prenti á dag sem varð að bókverki og luku tímabilinu með sýningu og útgáfuhófi. Þemu sem þær hafa í huga núna eru epísk móment og hið furðulega.