Lucia Gašparovičová: 26 minutes

10. febrúar, kl. 17:00 – 18:00, Skaftfell

Lucia Gašparovičová sýnir ljósmyndaverk “26 minutes” í anddyri Skaftfells föstudaginn 10. febrúar frá 17:00-18:00. Sýningin er partur af List í ljósi.

Um “26 minutes”: Það tekur ljós 26 mínútur að berast ljósmyndapappír inni í camera obscura (myrkraboxi). Þetta ferli átti sér stað tvisvar á dag í tvo mánuði, myrkraboxið staðsett á bekk við höfnina á Skagaströnd þar sem sólargangurinn sást vel. 26 minutes er upptaka á tíma og rúmi sem fangar fjölbreytt birtuskilyrði á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Manneskjan stóð í heild sinni 1300 mínútur á sama stað við bekkinn á meðan hún reyndi að fanga þann fjórvíða heim sem skiptir hversdaginn máli, jafna og ójafna hluti.

Lucia Gašparovičová er slóvönsk myndlistarkona og gestalistamaður Skaftfells í janúar og febrúar. Hún býr í Bratislava þar sem hún stundaði nám við Academy of Fine Arts and Design og lauk þar doktorsgráðu árið 2019. Í verkum sínum einblínir Lucia á skynjun okkar á umhverfi og fyrirbærum daglegs lífs. Hún rannsakar og skrásetur viðfangsefni sitt með hlutum, ljósmyndum, bókverkum og innsetningum. Með verkum sínum reynir Lucia að draga fram fyrirbæri sem við leiðum hjá okkur eða eru „ósýnileg”.  Berskjölduð gagnvart náttúru Íslands yfir vetrarmánuðina hverfur Lucia frá hversdagsleikanum og horfir á hann úr fjarlægð. Á Seyðisfirði hún einbeita sér að náttúrunni og einmannaleikanum. Dvöl Lucia Gašparovičová er styrkt af Culture Moves Europe, sem veitt er af Goethe Institut og Slovak Art Council.