Minimalist Composition (I+II)

Laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10. maí, kl. 12:00-14:00

Minimalist Composition (I+II) er námskeið undir handleiðslu kanadíska listamannsins Raza Rezai, sem er gestalistamaður Skaftfell um þessar mundir. Á námskeiðinu er lögð áhersla á þjálfun ljósmyndunar sem byggist á fagurfræði naumhyggju, minimalism. Svigrúm verður fyrir umræður, ásamt að veita og þiggja endurgjöf. Þátttakendur þurfa að koma með eigin myndavél, stafræna eða filmu, ekki verður notast við aðdráttarlinsur.

Námskeiðið er opið öllum og engin námskeiðsgjöld.