Myndlistardeild og Skaftfell kalla eftir umsóknum: gestavinnustofa og sýningartækifæri

KALLAÐ EFTIR UMSÓKNUM: SÝNINGARTÆKIFÆRI FYRIR MYNDLISTARMENN ÚTSKRIFAÐA FRÁ MYNDLISTARDEILD LHÍ Á TÍMABILINU 2017-2021

Skaftfell og myndlistardeild Listaháskóla Íslands hafa átt í samstarfi um árabil. Vegna sérstakra aðstæðna hafa báðir aðilar ákveðið að bjóða myndlistarmönnum sem útskrifuðust frá myndlistardeild á árunum 2017-2021 að sækja um afnot af gestavinnustofu Skaftfells á tímabilinu 1. – 28. mars nk. Og samhliða því sýningarrými Skaftfells með sýningu sem standa myndi yfir á tímabilinu 26. mars – 22. maí nk.

Hægt er að senda inn tillögu sem einstaklingur, að verkefni/vinnuferli sem myndi leiða af sér verk á samsýningu en einnig má senda inn tillögu fyrir hönd hóps sem sér fyrir sér að vinna saman.

Greitt er fyrir (innanlands) ferðakostnaður, gistingu í gestaíbúðinni, efniskostnað (upp að ákveðnu marki). Gestaíbúð Skaftfells hýsir með góðu móti 3-4 einstaklinga og mun samsýningin miða við þann fjölda listamanna. Þau sem veljast í verkefnið munu dvelja saman í íbúðinni.

Umsókn og fyrirspurnir sendist á [email protected]

Umsóknarfrestur er til 7. Febrúar nk.
Umsóknargögn:
1. Umsóknartexti (hámark 1 A4 bls) sem tilgreinir verkefni sem viðkomandi einstaklingur eða hópur ætlar að vinna að.
2. Ferilmappa eða hlekkur á heimasíðu
3. Ferilskrá
Umsóknum verður svarað fyrir 14. Febrúar. Valnefnd er skipuð fulltrúum myndlistardeildar Listaháskóla Íslands og Skaftfells.