Home » 2016

never mine

Í sýningunni never mine breytir Miriam Jonas Bókabúðinni-verkefnarými í sögu sem á ekki að lesa heldur stíga inn í: heimsókn í ímyndaða námu, afdrep og tilraunastofu hliðarsjálfs hennar.

Frásögnin er knúin áfram af áhrifum staðarhátta þar sem listakonan var að finna sjálfa sig umvafna háum fjöllum og viðvarandi svefnleysi. Hún heyrði sögu af kristölum sem væri að finna innan fjallanna sem valda truflun á svefn og draumförum, fæddist hugmyndin um námumanninn sem gefur, gerir tilraunir og vaknar fegin og lausnamiðaður.

Miriam Jonas (f. 1981), er styrkþegi Goethe-Institut Dänemark styrksins árið 2016 og vinnur helst staðbundið. Hún nam myndlist í Münster og Barcelona og hlaut þjálfun við leikmyndagerð. Þar til lok september býr hún á gestavinnustofunni í Norðurgötu, einnig þekkt sem Draumhús. Sagan segir að nokkrir fyrrum gestalistamenn sem hafa dvalið í þessu húsi hafi átt erfitt með svefn og haft sterkar draumfarir.

Sýningin er opin: laug-sun kl. 12:00 -15:00.

Miriam Jonas er gestalistamaður Skaftfells í ágúst og september 2016 með styrk frá Goethe-Institut Dänemark

.GI_Logo_vertical_green_sRGB