Nicola Turner: Myth and Miasma

Skaftfell, Austurvegi 42

26. nóvember – 15. desember 2022. Opið mánudaga til föstudaga, kl. 9:00 – 15:00.

Breska listakonan Nicola Turner hefur dvalið sem gestalistamaður Skaftfells í nóvember. Nú í lok dvalarinnar sýnir hún innsetningu í inngangi og bókabúð Skaftfells á annari hæð, sem ber heitið Myth and Miasma. Verkið verður til sýnis frá 26. nóvember til 15. desember. Opið á skrifstofutíma: Mánudaga-föstudaga frá 9:00-15:00.

Í verkum sínum bregst Nicola við stöðum og vinnur með lífræn úrgangsefni. Með því að ganga um landslagið umhverfis Seyðisfjörð fræddist hún um byggðasögu, búskap og landfræðileg fjarðarins. Eitt af því sem vakti fyrst athygli hennar var svartur fljótandi hringur í firðinum. Verkið Myth and Miasma er svar hennar við því sem hún uppgötvaði um þennan dularfulla hring.

Nánar um verkefnið má finna hér: