Home » 2016

One is On

Verk Unnar Andreu fjalla á mismunandi hátt um hverfandi dýpri tengsl milli manna á tímum vaxandi narsisma eða sjálfsdýrkunar. Verkin minna okkur á að narsisismi er form af persónuleikaröskun, sem fellst meðal annars í  yfirdrifinni sjálfsupphafning. Þessi hegðun er orðin viðurkennd nú á dögum meðal öfgahópa en einnig hjá okkur einstaklingum sem notum netheiminn til þess að skapa og stjórna ímynd af okkur sjálfum. Verkin fjalla um hvernig hin nýja leið mannsins til að réttlæta tilvist sína sé að „ganga í augun á öðrum“ . Þannig séum við ekki að tengjast hvert öðru á raunverulegan hátt, heldur í gegnum fyrirfram hannaða ímynd af okkur sjálfum. Sýningin í heild sinni endurspeglar tilhneigingu okkar til að framkalla hina fullkomnu ímynd af okkur sjálfum.

One is On samanstendur af þremur video verkum sem sýnd verða í verkefnarými Skaftfells og tveimur skúlptúrverkum sem staðsett verða í náttúru Seyðisfjarðar.
“Beauty Parlor” sjáum við ný nasista í meðferð á snyrtistofu. Andlitið er svipbrigðalaust, neglur hans klipptar og pússaðar, andlitið þvegið og smurt með hvítum maska. Verkið fjallar um hóp – narsismann sem er að finna í öfgahópum. Hóp – narsismi krefst stöðugrar staðfestingar frá umhverfinu, líkt og einstaklings narsisisminn. Stöðugt er verið að leitast við að “impressa”  eða ganga í augun á öðrum í tilraun til þess að vera “besta” útgáfan af sjálfum sér (“Übermensch”) og forðast tengsl við nokkurn sem fylgir ekki sjálfsmynd hópsins um réttu gildin. Í þessu verki undirstrikar Unnur Andrea hégómann sem í því felst að tilheyra öfgahóp. Á sama tíma er hægt að sjá verkið í formi smurningar sem á sér stað eftir dauða. Einstaklingurinn hefur krossfest sjálfan sig í ákveðnu hlutverki og er komin það langt í hlutverkinu að eina leiðin út er dauði.
Í “Coding” sjáum við sama karakter og í “Beuty Parlor” í óskilgreindu hvítu rými að lesa tölurnar einn- núll- einn – einn – núll ávallt með sama hljómfalli, án þess að horfa beint í myndavélina. Tölurnar sem hann er að lesa mynda algorythma eða tölvukóða sem myndar röð skipana. Hóp narsisistinn fylgir sérstökum reglum eða leiðbeiningum til þess að tilheyra hópnum. Í þessu tilviki myndar kóðinn orðin : sameining, tengsl og upplýsingar sem er andstæðu hugtök öfgahópa. Er hann meðvitaður um það sem hann er að lesa?
Í “Selfie Stick Battle” sjáum við tvær miðaldra konur að berjast fyrir framan foss með “selfie sticks” eða sjálfsmyndarprikum sem þær nota líkt og sverð eða vopn í tilraun til þess að meiða eða ýta hvor annarri úr vegi. Sjálfsmyndaprikið hefur orðið lykil verkfæri í ímyndastjórnun; vopn sem notað er til að stjórna og skapa internet ímynd eða persónu. Í þessu verki er það er táknmynd tilrauna okkar til þess að skapa online ímynd. Vídjóið fjallar um hegðun sem hefur orðin viðurkennd í nútíma samfélagi.
“You are here”  eru skúlptúrar í formi viðarkassa sem hafa áprentaða QR eða tölvukóða sem staðsettir eru á tveimur mismunandi stöðum í náttúrunni umhverfis Seyðisfjörð. Þegar maður skannar kóðanna með snjallsíma tengist maður vídjói sem sýnir nákvæmlega 360 gráðu sjónarhorn af þar sem maður stendur.  Nú á tímum þar sem upplifanir hafa þróast í að vera að mestu leiti í gegnum skjái er þetta verk er tilraun Unnar Andreu til þess að beina áhorfendanum í rauntíma.

Sýningin hefur verið skipulögð í samstarfi við HAH-Editions sem er sýningar og útgáfu fyrirtæki staðsett í Berlín, með áherslu á að styðja undir unga og upprennandi listamenn, í formi einkasýninga og útgáfu.

One is On verður einnig opin laugardaginn 1. okt frá kl. 12:00-14:00.

Æviágrip

Unnur Andrea Einarsdóttir er myndlistar- og gjörningar listamaður sem býr og starfar í Berlín. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá listaháskólanum í Reykjavík árið 2005. Eftir útskrift hafa verkin hennar að mestu leiti verið vídjó, gjörningar og innsetningar þar sem hún notar tónlist sem þungamiðju verkanna. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis.